Sendi Svövu og Sunnevu í mikið hláturskast í Seinni bylgjunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2022 11:30 Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir og Sunneva Einarsdóttir í miðju hláturskasti í þættinum. S2 Sport Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir, nýr sérfræðingur Seinni bylgjunnar, hefur lífgað upp á hlutina í þættinum í vetur og gott dæmi um það er þáttur um undanúrslitin í Olís deild kvenna. Svava Kristín Grétarsdóttir, Brynhildur og Sunneva Einarsdóttir voru þá að ræða um Framkonur og hversu vel þær hafa komið til baka eftir langa pásu fyrir úrslitakeppnina. Það var þá sem Brynhildur tók eftir einu þegar nafnið hennar kom á skjáinn. Undir nafni hennar stóð einu sinni bikarmeistari. „OMG, af hverju stendur einu sinni bikarmeistari. Þetta er svo vandræðalegt,“ sagði Brynhildur Bergmann hlæjandi. Klippa: Hláturskast í Seinni bylgjunni „Þú ert bara búin að verða einu sinni bikarmeistari. Það er bara þannig,“ sagði Sunneva. „Áttu fleiri titla elskan mín,“ spurði þá Svava Kristín. „Nei, en af hverju stendur ekki bara ekki neitt. Solla: 300 landsleikir. Ég: Einu sinni bikarmeistari,“ sagði Brynhildur og skellihló. Hún er náttúrulega með svo smitandi hlátur að bæði Svava og Sunneva sprungu líka úr hlátri. „Ég elska samt að þú sért að taka eftir þessu fyrst núna,“ sagði Svava. „En ég er mjög ánægð með þennan bikarmeistaratitil,“ sagði Brynhildur og ekki minnkuðu hlátrasköllin við það. Hún vann hann með Stjörnunni árið 2017. „Við ætlum ekki að ræða þennan bikarmeistaratitil sem Brynhildur vann fyrir löngu síðan en við ætlum að ræða það,“ sagði Svava en komst ekki lengra því hinar tvær voru að kafna úr hlátri á sama tíma. „Þú ert alltaf að slá okkur út af laginu en það er ágætt því við erum hvort sem er að bíða eftir myndefni. En hættum að hlæja,“ sagði Svava en það var erfitt fyrir þær að hætta að hlæja eins og má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir, Brynhildur og Sunneva Einarsdóttir voru þá að ræða um Framkonur og hversu vel þær hafa komið til baka eftir langa pásu fyrir úrslitakeppnina. Það var þá sem Brynhildur tók eftir einu þegar nafnið hennar kom á skjáinn. Undir nafni hennar stóð einu sinni bikarmeistari. „OMG, af hverju stendur einu sinni bikarmeistari. Þetta er svo vandræðalegt,“ sagði Brynhildur Bergmann hlæjandi. Klippa: Hláturskast í Seinni bylgjunni „Þú ert bara búin að verða einu sinni bikarmeistari. Það er bara þannig,“ sagði Sunneva. „Áttu fleiri titla elskan mín,“ spurði þá Svava Kristín. „Nei, en af hverju stendur ekki bara ekki neitt. Solla: 300 landsleikir. Ég: Einu sinni bikarmeistari,“ sagði Brynhildur og skellihló. Hún er náttúrulega með svo smitandi hlátur að bæði Svava og Sunneva sprungu líka úr hlátri. „Ég elska samt að þú sért að taka eftir þessu fyrst núna,“ sagði Svava. „En ég er mjög ánægð með þennan bikarmeistaratitil,“ sagði Brynhildur og ekki minnkuðu hlátrasköllin við það. Hún vann hann með Stjörnunni árið 2017. „Við ætlum ekki að ræða þennan bikarmeistaratitil sem Brynhildur vann fyrir löngu síðan en við ætlum að ræða það,“ sagði Svava en komst ekki lengra því hinar tvær voru að kafna úr hlátri á sama tíma. „Þú ert alltaf að slá okkur út af laginu en það er ágætt því við erum hvort sem er að bíða eftir myndefni. En hættum að hlæja,“ sagði Svava en það var erfitt fyrir þær að hætta að hlæja eins og má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira