Að fara illa með atkvæðið sitt Flosi Eiríksson skrifar 10. maí 2022 10:01 Í bæjarstjórnarkosningunum 2018 voru 9 framboð í Kópavogi. Á því má segja að séu tvær hliðar, það er fagnaðarefni að sem flestir hafi áhuga á samfélaginu sem við byggjum og séu tilbúin að leggja sitt af mörkum til að efla það og styrkja – hin hliðin á þeim peningi er hvernig fulltrúalýðræðið virkar og hvernig bæjarfulltrúum er úthlutað til flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 35% atkvæða í síðustu kosningum en 5 bæjarfulltrúa af 11, í krafti þess hvernig atkvæði skiptust milli framboða. Rúm 25% kusu lista sem fengu engan mann kjörinn og var það ,,það framboð“ sem fékk næst flest atkvæði. Í krafti þessarar stöðu myndaði Sjálfstæðisflokkurinn síðan meirihluta með Framsóknarflokknum sem fékk 7,9 % og einn mann. Meirihlutinn var með 27,2% kosningabærra Kópavogsbúa á bak við sig. Meirihlutinn er því með 42,9% gildra atkvæða á bak við sig en fer með öll þau völd sem þau vilja í bæjarstjórninni, og Sjálfstæðisfólk talar þannig eins og það að rúmlega þriðji hver bæjarbúi hafi kosið þau gefi þeim rétt til að fara öllu sínu fram, gera lítið úr íbúðalýðræði, samráði og eðlilegum leikreglum. Að formlega valdið sé þeirra og þau hafi því rétt til að bera hagsmuni einstakra byggingarfélaga frekar fyrir brjósti en íbúanna og öll önnur sjónarmið séu bara ,,minnihlutatuð“. Virðingin fyrir lýðræði og heilbrigðum skoðanaskiptum ristir stundum býsna grunnt. Mér finnst skipta miklu máli að framboð kynni heilsteypta stefnu fyrir bæinn sem grundvallast á þekkingu á okkar samfélagi og skýrri hugmyndafræði. Það má ekki gleymast að við erum að kjósa fólk til að bera hagsmuni allra fyrir brjósti en ekki einhverra þröngra hópa eða svæða.Í því efni treysti ég félögum mínum, jafnaðarfólki í Samfylkingunni afar vel, það er vel mannaður listi, kannski að mér frátöldum, með skýra og rótfasta stefnu fyrir bæinn okkar. Þeir sem kjósa Samfylkinguna vita fyrir hvað hún stendur og hvað þeir eru fá með atkvæði sínu. En það er líka mjög mikilvægt að vega það og meta í kjörklefanum hvernig atkvæðið nýtist best til að koma í veg fyrir þann lýðræðishalla sem nú er í bæjarstjórninni. Að bæjarfullrúar og skipting þeirra endurspegli vilja bæjarbúa og skoðanir og sá meirihluti sem myndaður verður að loknum kosningum endurspegli það. Kópavogur á það skilið. Höfundur var bæjarfulltrúi í Kópavogi 1998 til 2010. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Í bæjarstjórnarkosningunum 2018 voru 9 framboð í Kópavogi. Á því má segja að séu tvær hliðar, það er fagnaðarefni að sem flestir hafi áhuga á samfélaginu sem við byggjum og séu tilbúin að leggja sitt af mörkum til að efla það og styrkja – hin hliðin á þeim peningi er hvernig fulltrúalýðræðið virkar og hvernig bæjarfulltrúum er úthlutað til flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 35% atkvæða í síðustu kosningum en 5 bæjarfulltrúa af 11, í krafti þess hvernig atkvæði skiptust milli framboða. Rúm 25% kusu lista sem fengu engan mann kjörinn og var það ,,það framboð“ sem fékk næst flest atkvæði. Í krafti þessarar stöðu myndaði Sjálfstæðisflokkurinn síðan meirihluta með Framsóknarflokknum sem fékk 7,9 % og einn mann. Meirihlutinn var með 27,2% kosningabærra Kópavogsbúa á bak við sig. Meirihlutinn er því með 42,9% gildra atkvæða á bak við sig en fer með öll þau völd sem þau vilja í bæjarstjórninni, og Sjálfstæðisfólk talar þannig eins og það að rúmlega þriðji hver bæjarbúi hafi kosið þau gefi þeim rétt til að fara öllu sínu fram, gera lítið úr íbúðalýðræði, samráði og eðlilegum leikreglum. Að formlega valdið sé þeirra og þau hafi því rétt til að bera hagsmuni einstakra byggingarfélaga frekar fyrir brjósti en íbúanna og öll önnur sjónarmið séu bara ,,minnihlutatuð“. Virðingin fyrir lýðræði og heilbrigðum skoðanaskiptum ristir stundum býsna grunnt. Mér finnst skipta miklu máli að framboð kynni heilsteypta stefnu fyrir bæinn sem grundvallast á þekkingu á okkar samfélagi og skýrri hugmyndafræði. Það má ekki gleymast að við erum að kjósa fólk til að bera hagsmuni allra fyrir brjósti en ekki einhverra þröngra hópa eða svæða.Í því efni treysti ég félögum mínum, jafnaðarfólki í Samfylkingunni afar vel, það er vel mannaður listi, kannski að mér frátöldum, með skýra og rótfasta stefnu fyrir bæinn okkar. Þeir sem kjósa Samfylkinguna vita fyrir hvað hún stendur og hvað þeir eru fá með atkvæði sínu. En það er líka mjög mikilvægt að vega það og meta í kjörklefanum hvernig atkvæðið nýtist best til að koma í veg fyrir þann lýðræðishalla sem nú er í bæjarstjórninni. Að bæjarfullrúar og skipting þeirra endurspegli vilja bæjarbúa og skoðanir og sá meirihluti sem myndaður verður að loknum kosningum endurspegli það. Kópavogur á það skilið. Höfundur var bæjarfulltrúi í Kópavogi 1998 til 2010.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun