Handbolti

ÍR endurheimti sæti sitt í efstu deild

Hjörvar Ólafsson skrifar
ÍR-ingar fagna sæti sínu í deild þeirra bestu með stuðningsmönnum sínum. 
ÍR-ingar fagna sæti sínu í deild þeirra bestu með stuðningsmönnum sínum.  Mynd/ÍR

ÍR tryggði sér í dag sæti í efstu deild karla í handbolta með 27-25-sigri í fjórða leik sínum við Fjölni í umspili um að komast upp.

ÍR-ingar unnu þar af leiðandi einvígið við Fjölni 3-1 og leika aftur í deild þeirra bestu eftir eitt keppnistímabil í næstefstu deild.   

Fjölnir var með undirtökin í þessum leik framan af fyrri hálfleik og um miðjan seinnin hálfleik en ÍR var einu marki yfir í hálfleik og landaði að lokum tveggja marka sætum sigri. 

Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 7, Goði Ingvar Sveinsson 3, Alex Máni Oddnýjarson 3, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 3, Elvar Otri Hjálmarsson 2, Brynjar Óli Kristjánsson 2, Axel Hreinn Hilmisson 1, Óðinn Freyr Heiðmarsson 1, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 1, Aron Ingi Heiðmarsson 1, Victor Máni Matthíasson 1.

Mörk ÍR: Eyþór Waage 6, Viktor Sigurðsson 5, Hrannar Ingi Jóhannsson 4, Kristján Orri Jóhannsson 4, Ingólfur Arnar Þorgeirsson 2, Arnar Freyr Guðmundsson 2, Dagur Sverrir Kristjánsson 2, Andri Heimir Friðriksson 1, Bjarki Steinn Þórisson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×