Óvæntir tónleikar með Bono og The Edge í Kænugarði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2022 14:44 BONO og The Edge, miðlimir írsku hljómsveitarinnar U2, héldu óvænta tónleika í neðanjarðarlestarstöð í Kænugarði í dag. EPA-EFE/OLEG PETRASYUK Írska rokkstjörnurnar Bono og The Edge úr hljómsveitinni U2 gerðu sér lítið fyrir og tróðu upp í neðanjarðarlestarstöð í Kænugarði í dag. Tónleikarnir komu verulega á óvart en söngvari hljómsveitarinnar er þekktur fyrir því að ljá hinum ýmsu málefnum rödd sína og stuðning. Bono sagði einfaldlega að á þessari stundu væri ekki til sá staður í heiminum sem þeir myndu frekar vera á en í hinni frábæru borg Kænugarði. Á lestarstöðinni fluttu þeir bæði ábreiður og lög úr eigin safni á borð við Sunday bloody sunday, Desire og With or without you. Á milli laga sagði söngvarinn: „Úkraínumenn eru ekki aðeins að berjast fyrir sínu eigin frelsi heldur fyrir alla þá sem elska frelsi.“ „Við biðjum fyrir því að þið fáið að njóta friðar bráðlega“ Taras Topolya, söngvari hljómsveitarinnar Antytila flutti lagið Stand by me í dag en Taras og allir meðlimir hljómsveitarinnar hans gerðust hermenn þegar Rússar gerðu innrás því þeir vildu verja land og þjóð sína.EPA-EFE/OLEG PETRASYUK Bono bauð söngvara hljómsveitarinnar Antytila, Taras Topolya, sem nú berst fyrir heimaland sinn í hernum, að synja með sér þegar bandið flutti ábreiðu af laginu Stand by me. Í stað setningarinnar „stand by me“ var sungið hástöfum „stand by Ukraine“ eða „stöndum með Úkraínu.“ Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónleikarnir komu verulega á óvart en söngvari hljómsveitarinnar er þekktur fyrir því að ljá hinum ýmsu málefnum rödd sína og stuðning. Bono sagði einfaldlega að á þessari stundu væri ekki til sá staður í heiminum sem þeir myndu frekar vera á en í hinni frábæru borg Kænugarði. Á lestarstöðinni fluttu þeir bæði ábreiður og lög úr eigin safni á borð við Sunday bloody sunday, Desire og With or without you. Á milli laga sagði söngvarinn: „Úkraínumenn eru ekki aðeins að berjast fyrir sínu eigin frelsi heldur fyrir alla þá sem elska frelsi.“ „Við biðjum fyrir því að þið fáið að njóta friðar bráðlega“ Taras Topolya, söngvari hljómsveitarinnar Antytila flutti lagið Stand by me í dag en Taras og allir meðlimir hljómsveitarinnar hans gerðust hermenn þegar Rússar gerðu innrás því þeir vildu verja land og þjóð sína.EPA-EFE/OLEG PETRASYUK Bono bauð söngvara hljómsveitarinnar Antytila, Taras Topolya, sem nú berst fyrir heimaland sinn í hernum, að synja með sér þegar bandið flutti ábreiðu af laginu Stand by me. Í stað setningarinnar „stand by me“ var sungið hástöfum „stand by Ukraine“ eða „stöndum með Úkraínu.“
Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira