Alan Talib eigandi Cromwell Rugs ehf. var síður en svo ánægður með stjórnvaldssektina sem Neytendastofa gerði honum að greiða.Vísir
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur lækkað þriggja milljóna króna stjórnvaldssekt sem lögð var á Cromwell Rugs ehf. á síðasta ári niður í eina milljón króna. Félagið auglýsti í fyrra „krísu-útrýmingarsölu“ á handofnum persneskum teppum, sem féll í grýttan jarðveg.
Heilsíðuauglýsing Cromwell Rugs ehf. um krísu-útrýmingarsölu birtist í Morgunblaðinu í byrjun októbermánaðar í fyrra og þar auglýst handofin persnesk teppi. Fullyrt var í auglýsingunni að teppi, sem allajafna kosti 1,1 milljón króna, væri nú fáanlegt á 430 þúsund krónur.
Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu um miðjan október, eftir umkvartanir meðal annars Neytendasamtakanna, að Cromwell Rugs ehf. hefði brotið lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og var félagið sektað um þrjár milljónir króna.
Áfrýjunarnefnd hefur nú staðfest hluta úrskurðar Neytendastofu um brot, þar sem ekki var sýnt fram á að verðlækkun á teppunum væri raunveruleg. Nefndin felldi hins vegar úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem sneri að fullyrðingum um tilefni verðlækkana.
Var þar um að ræða fullyrðingarnar: „Covid-19 og alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Íran hafa haft slæm áhrif á framboð okkar, heildsölu, viðskiptavini og sjóðsstreymi“ og „Upprunalegt verð er löggilt vátryggingargildi vörunnar. Hverju teppi fylgir verðmatsvottorð sem gefið er út af löglegum teppamatsmanni.“
Cromwell Rugs er þá gert að greiða milljónina í ríkissjóð innan þriggja mánaða.
Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. um eina milljón króna fyrir brot á neytendalögum. Félagið var einnig sektað af Neytendastofu í október síðastliðnum, þá um þrjár milljónir króna.
Reglur um útsölur eru á þann veg að sýna þarf fram á að um raunverulegan afslátt sé að ræða. Þá má útsala ekki vara lengur en í sex vikur. Þetta sagði Þórunn Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.