Viðskipti innlent

Breytingar á fram­kvæmda­stjórn Öl­gerðarinnar

Eiður Þór Árnason skrifar
Skipurit Ölgerðarinnar hefur tekið breytingum.
Skipurit Ölgerðarinnar hefur tekið breytingum. Vísir/vilhelm

Þrír einstaklingar koma nýir inn í framkvæmdastjórn Ölgerðarinnar samkvæmt nýju skipuriti. María Jóna Samúelsdóttir hefur tekið við framkvæmdastjórastöðu Danól, Guðmundur Pétur Ólafsson við stöðu framkvæmdastjóra sölusviðs óáfengra drykkja og Óli Rúnar Jónsson leiðir markaðssvið.

Greint er frá þessu í tilkynningu frá fyrirtækinu en María Jóna er með BS í viðskiptafræði frá HR og MS í þjónustustjórnun frá HÍ. Þá er hún viðurkenndur stjórnarmaður frá Akamias og hóf störf hjá Danól árið 2007. Við samruna fyrirtækisins við Ölgerðina varð hún sölu- og markaðsstjóri snyrti- og sérvörusviðs.

María Jóna Samúelsdóttir.Aðsend

Óli Rúnar er með BS í viðskiptafræði frá HR og hóf störf hjá Ölgerðinni árið 2007. Hann annaðist markaðsmál ávaxtasafaframleiðslu Sólar, var vörumerkjastjóri PepsiCo, vörumerkjastjóri Carlsberg Group, vörumerkjastjóri bjórvörumerkja Ölgerðarinnar og hefur síðustu ár stýrt útflutningi félagsins og verið forstöðumaður viðskiptaþróunar.

Óli Rúnar Jónsson.Aðsend

Guðmundur Pétur er með BS í viðskiptafræði frá HÍ og mastersgráðu í fjármálum frá Barcelona School of Economics. Hann hefur sinnt margvíslegum störfum innan Ölgerðarinnar frá því að hann hóf störf hjá félaginu árið 2013, meðal annars starfi vörumerkjastjóra fyrir Carlsberg Group og stöðu rekstrarstjóra fyrirtækjasviðs. Frá árinu 2019 hefur hann verið sölu- og markaðsstjóri áfengra drykkja hjá félaginu.

Guðmundur Pétur Ólafsson.Aðsend




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×