Viðskipti erlent

Fáránlega ríkur maður með takmarkaðan skilning á málfrelsi

Sunna Valgerðardóttir skrifar
Elon Musk er ríkasti maður heims og í gær samþykkti stjórn Twitter að taka tilboði hans í miðilinn upp á 44 milljarða Bandaríkjadala. Það er um 20 prósent af heildarvirði Musk. Og viðbrögðin við kaupunum hafa ekki látið á sér standa.  
Elon Musk er ríkasti maður heims og í gær samþykkti stjórn Twitter að taka tilboði hans í miðilinn upp á 44 milljarða Bandaríkjadala. Það er um 20 prósent af heildarvirði Musk. Og viðbrögðin við kaupunum hafa ekki látið á sér standa.   EPA/ALEXANDER BECHER

Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter hafa vakið mikil viðbrögð um allan heim. Milljarðamæringurinn segist ætla að efla tjáningarfrelsi á miðlinum og útrýma gervimennum. Sérfræðingar setja stórt spurningamerki við þær fyrirætlanir.

Elon Musk er ríkasti maður heims, metinn á 265 milljarða Bandaríkjadala. Meðal afreka þessa ríflega fimmtuga Suður Afríkumanns, er eignarhald og stjórnun á rafbílafyrirtækinu Teslu, stofnun og rekstur geimtúristabatteríisins SpaceX og svo á hann sjö börn. Yngsti sonurinn, X Æ A-12, fæddist 2020 og er í dag kallaður X svona til styttingar og vegna þess að nafnið reyndist óleyfilegt í Kaliforniu. Og nú ætlar Musk að kaupa Twitter - á 44 milljarða Bandaríkjadala - tæpa sex þúsund milljarða íslenskra króna. Og fólk um allan heim hefur áhyggjur af því - enda er Musk er ólíkindatól sem segir oft alls konar, en gerir svo eitthvað allt annað.

Jakub Porzycki/Getty

Hvíta húsið, Amnesty International og Evrópusambandið bregðast við

Frægt fólk tilkynnti í hrönnum að það ætlaði að hætta á Twitter og myllumerkið #quittwitter, eða hættum á twitter, trendaði. Amnesty International tvítaði tvö orð: Eitraður Twitter, eða Toxic Twitter, og Evrópusambandið varar nýja eigandann við að hann þurfi að fara eftir lögum. Musk segist ætla að útrýma gervireikningum á Twitter, leyfa alla orðræðu og banna engan - svo framarlega sem notendur séu raunverulegir.

„Hann hefur mjög takmarkaðan skilning á málfrelsi er mjög takmörkuð, eins og oft gerist hjá fólki í valdastöðu,“ segir David Greene mannréttindasérfræðingur í viðtali við fréttastofu AP. Ahmed Banafa, prófessor við Háskólann í San Jose tekur undir þetta og viðrar áhyggjur sínar af kaupunum. „Musk getur til að mynda ekki tekið því vel þegar fólk gagnrýnir ákveðnar vörur. Þetta á eftir að verða snúið fyrir hann þegar hann fer að reyna að réttlæta málfrelsi. 

„Málfrelsi fyrir einum getur verið hatursorðræða fyrir öðrum.“ 

Jen Psaki, talskona Hvíta hússins, var í dag spurð út í afstöðu Joe Biden Bandaríkjaforseta til kaupanna. „Það skiptir engu máli hver á eða stjórnar Twitter, forsetinn hefur lengi haft áhyggjur af því gífurlega valdi sem felst í stórum samfélagsmiðlum. Þeir hafa gífurleg áhrif á daglegt líf fólks og það hefur löngum verið lögð áhersla á að stjórnendur miðlanna þurfi að axla ábyrgð á þeim mikla skaða sem þeir geti valdið.“


Tengdar fréttir

Musk getur ákveðið að gleypa eitruðu pilluna

Fólk skiptist í fylkingar eftir afstöðu þess til áforma ríkasta manns heims um að kaupa Twitter. Stjórn fyrirtækisins reynir nú allt til að stöðva auðkýfinginn, Elon Musk.

Elon Musk vill taka yfir Twitter

Milljarðarmæringurinn Elon Musk hefur boðist til þess að kaupa Twitter á 41 milljarð bandaríkjadala. Hann segir nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.