Sá verðmætasti strax á leið í sumarfrí eftir stuld á ögurstundu Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2022 07:31 Nikola Jokic og Stephen Curry í baráttu um boltann. Getty/Matthew Stockman Golden State Warriors eru einum sigri frá því að komast áfram í undanúrslit vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta eftir þriðja sigur sinn á Denver Nuggets í nótt. Golden State er 3-0 yfir í einvíginu og því útlit fyrir að dýrmætasti leikmaður deildakeppninnar, Nikola Jokic, fari snemma í sumarfrí ásamt liði Denver. Lið sem lent hafa 3-0 undir í úrslitakeppni NBA-deildarinnar hafa endað á að tapa einvíginu í öllum 143 tilvikum. Stephen Curry, Jordan Poole og Klay Thompson skoruðu samtals 80 stig í 118-113 sigri Golden State í nótt. Thompson setti niður sex þrista og skoraði samtals 26 stig, og þeir Curry og Poole stigi meira. Jokic skoraði 37 stig og tók 18 fráköst fyrir Denver og kom liðinu í 111-109 þegar 3 mínútur og 20 sekúndur voru eftir. Þá skellti vörn Golden State í lás. Draymond Green svo gott sem tryggði sigurinn þegar hann stal boltanum af Jokic þegar 35 sekúndur voru eftir og staðan 116-111. Draymond seals the Game 3 win for the @warriors with some lock down DEFENSE Game 4: GSW vs. DENSun. 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/9y8CZU9kFa— NBA (@NBA) April 22, 2022 Dallas Mavericks komust í 2-1 í einvígi sínu gegn Utah Jazz þrátt fyrir að vera án Luka Doncic vegna meiðsla. Dallas vann 126-118 á útivelli í nótt. Doncic hefur misst af öllum þremur leikjunum í einvíginu til þessa vegna kálfatognunar en vonir standa til þess að hann verði með á morgun í fjórða leiknum. Jalen Brunson skoraði 31 stig fyrir Dallas þrátt fyrir eymsli í baki og Donovan Mitchell skoraði 28 af 32 stigum sínum fyrir Utah í seinni hálfleik. 41 PTS in Game 2 31 PTS in Game 3 Mavs 2-1 series lead @jalenbrunson1 BALLED OUT to power the @dallasmavs to the Game 3 win! #MFFLMAVS vs. JAZZ Game 4: Sat. 4:30pm/et on TNT pic.twitter.com/Ogps9mPOZM— NBA (@NBA) April 22, 2022 Loks lentu Memphis Grizzlies 26 stigum undir gegn Minnesota Timberwolves en náðu samt að landa sigri, 104-95, og koma sér í 2-1 í einvígi liðanna. Memphis lenti 26 stigum undir snemma í öðrum leikhluta og var einnig 25 stigum undir seint í þriðja leikhluta, áður en hlutirnir fóru að smella. Liðið hafði aldrei áður unnið upp slíkan mun en vann síðasta korter leiksins 50-16. Úrslitakeppnin heldur áfram í kvöld þegar Miami Heat mætir Atlanta Hawks en þar er staðan 2-0. Staðan er 1-1 í einvígum Milwaukee Bucks og Chicago Bulls, og Phoenix Suns og New Orleans Pelicans, sem einnig mætast í kvöld. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Körfubolti Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
Golden State er 3-0 yfir í einvíginu og því útlit fyrir að dýrmætasti leikmaður deildakeppninnar, Nikola Jokic, fari snemma í sumarfrí ásamt liði Denver. Lið sem lent hafa 3-0 undir í úrslitakeppni NBA-deildarinnar hafa endað á að tapa einvíginu í öllum 143 tilvikum. Stephen Curry, Jordan Poole og Klay Thompson skoruðu samtals 80 stig í 118-113 sigri Golden State í nótt. Thompson setti niður sex þrista og skoraði samtals 26 stig, og þeir Curry og Poole stigi meira. Jokic skoraði 37 stig og tók 18 fráköst fyrir Denver og kom liðinu í 111-109 þegar 3 mínútur og 20 sekúndur voru eftir. Þá skellti vörn Golden State í lás. Draymond Green svo gott sem tryggði sigurinn þegar hann stal boltanum af Jokic þegar 35 sekúndur voru eftir og staðan 116-111. Draymond seals the Game 3 win for the @warriors with some lock down DEFENSE Game 4: GSW vs. DENSun. 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/9y8CZU9kFa— NBA (@NBA) April 22, 2022 Dallas Mavericks komust í 2-1 í einvígi sínu gegn Utah Jazz þrátt fyrir að vera án Luka Doncic vegna meiðsla. Dallas vann 126-118 á útivelli í nótt. Doncic hefur misst af öllum þremur leikjunum í einvíginu til þessa vegna kálfatognunar en vonir standa til þess að hann verði með á morgun í fjórða leiknum. Jalen Brunson skoraði 31 stig fyrir Dallas þrátt fyrir eymsli í baki og Donovan Mitchell skoraði 28 af 32 stigum sínum fyrir Utah í seinni hálfleik. 41 PTS in Game 2 31 PTS in Game 3 Mavs 2-1 series lead @jalenbrunson1 BALLED OUT to power the @dallasmavs to the Game 3 win! #MFFLMAVS vs. JAZZ Game 4: Sat. 4:30pm/et on TNT pic.twitter.com/Ogps9mPOZM— NBA (@NBA) April 22, 2022 Loks lentu Memphis Grizzlies 26 stigum undir gegn Minnesota Timberwolves en náðu samt að landa sigri, 104-95, og koma sér í 2-1 í einvígi liðanna. Memphis lenti 26 stigum undir snemma í öðrum leikhluta og var einnig 25 stigum undir seint í þriðja leikhluta, áður en hlutirnir fóru að smella. Liðið hafði aldrei áður unnið upp slíkan mun en vann síðasta korter leiksins 50-16. Úrslitakeppnin heldur áfram í kvöld þegar Miami Heat mætir Atlanta Hawks en þar er staðan 2-0. Staðan er 1-1 í einvígum Milwaukee Bucks og Chicago Bulls, og Phoenix Suns og New Orleans Pelicans, sem einnig mætast í kvöld. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Körfubolti Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira