Hawks og Pelicans seinustu liðin inn í úrslitakeppnina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. apríl 2022 09:31 Trae Young fór fyrir liði sínu er Atlanta Hawks tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Todd Kirkland/Getty Images Atlanta Hawks og New Orleans Pelicans urðu í nótt seinustu tvö liðin til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Atlanta Hawks heimsótti Cleveland Cavaliers í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í nótt. Heimamenn í Cleveland reyndust sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með tíu stigum þegar gengið var til búningsherbergja, staðan 61-51. Gestirnir mættu þó hungraðir til leiks í síðari hálfleik og unnu fljótt upp forskot Cleveland-liðsins. Þegar þriðja leikhluta lauk var staðan jöfn 84-84 og gestirnir í miklum gír. Þeir reyndust svo sterkari í lokaleikhlutanum og unnu að lokum góðan sex stiga sigur, 107-101. Gestirnir geta helst þakkað góðu framlagi Trae Young fyrir sigurinn. Hann skoraði 38 stig í nótt, og þar af setti hann niður 32 í síðari hálfleik. Ásamt því tók hann þrjú fráköst og gaf níu stoðsendingar. Atlanta Hawks er því komið í úrslitakeppnina þar sem liðið mætir Miami Heat í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Trae Young ERUPTED for 32 PTS in the 2nd half to lead the @ATLHawks to the win to advance to the #NBAPlayoffs as the #8 seed!Trae Young: 38 PTS, 9 AST, 4 3PMBogey: 19 PTS, 5 REB, 3 STL#8 ATL vs #1 MIA Sunday, 1:00pm/et on TNT pic.twitter.com/5aryhF4PRs— NBA (@NBA) April 16, 2022 Í úrslitaleik Vesturdeildarinnar um sæti í úrslitakeppninni mættust Los Angeles Clippers og New Orleans Pelicans. Gestirnir frá New Orleans höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu með tíu stigum þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn í Los Angeles Clippers voru þó ekki tilbúnir að gefast upp alveg strax og settu á svið sýningu í þriðja leikhluta. Liðið setti niður 38 stig gegn aðeins 18 stigum gestanna og heimamenn voru því allt í einu komnir með tíu stiga forskot þegar komið var að lokaleikhlutanum. Gestirnir létu þennan slæma kafla ekki slá sig út af laginu. Þeir snéru taflinu við á nýjan leik og unnu að lokum nauman fjögurra stiga sigur, 105-101. Brandon Ingram dró vagninn fyrir Pelicans-liðið og skoraði 30 stig. Hann tók einnig sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Í liði Los Angeles Clippers voru það þeir Marcus Morris Sr. og Reggie Jackson sem voru atkvæðamestir með 27 stig hvor. New Orelans Pelicans er því á leið í úrslitakeppnina, en liðið á ærið verkefni fyrir höndum þar sem besta lið deildarinnar, Phoenix Suns, verður andsætðingur þeirra. Brandon Ingram poured in 30 points to lift the @PelicansNBA to the win and advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!Brandon Ingram: 30 PTS, 6 REB, 6 ASTLarry Nance Jr: 14 PTS, 16 REB, 4 ASTTrey Murphy: 14 PTS, 4 3PM#8 NOP vs #1 PHXSun. April 17th 9pm/et on TNT pic.twitter.com/7H6KZBwgIw— NBA (@NBA) April 16, 2022 NBA Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Atlanta Hawks heimsótti Cleveland Cavaliers í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í nótt. Heimamenn í Cleveland reyndust sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með tíu stigum þegar gengið var til búningsherbergja, staðan 61-51. Gestirnir mættu þó hungraðir til leiks í síðari hálfleik og unnu fljótt upp forskot Cleveland-liðsins. Þegar þriðja leikhluta lauk var staðan jöfn 84-84 og gestirnir í miklum gír. Þeir reyndust svo sterkari í lokaleikhlutanum og unnu að lokum góðan sex stiga sigur, 107-101. Gestirnir geta helst þakkað góðu framlagi Trae Young fyrir sigurinn. Hann skoraði 38 stig í nótt, og þar af setti hann niður 32 í síðari hálfleik. Ásamt því tók hann þrjú fráköst og gaf níu stoðsendingar. Atlanta Hawks er því komið í úrslitakeppnina þar sem liðið mætir Miami Heat í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Trae Young ERUPTED for 32 PTS in the 2nd half to lead the @ATLHawks to the win to advance to the #NBAPlayoffs as the #8 seed!Trae Young: 38 PTS, 9 AST, 4 3PMBogey: 19 PTS, 5 REB, 3 STL#8 ATL vs #1 MIA Sunday, 1:00pm/et on TNT pic.twitter.com/5aryhF4PRs— NBA (@NBA) April 16, 2022 Í úrslitaleik Vesturdeildarinnar um sæti í úrslitakeppninni mættust Los Angeles Clippers og New Orleans Pelicans. Gestirnir frá New Orleans höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu með tíu stigum þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn í Los Angeles Clippers voru þó ekki tilbúnir að gefast upp alveg strax og settu á svið sýningu í þriðja leikhluta. Liðið setti niður 38 stig gegn aðeins 18 stigum gestanna og heimamenn voru því allt í einu komnir með tíu stiga forskot þegar komið var að lokaleikhlutanum. Gestirnir létu þennan slæma kafla ekki slá sig út af laginu. Þeir snéru taflinu við á nýjan leik og unnu að lokum nauman fjögurra stiga sigur, 105-101. Brandon Ingram dró vagninn fyrir Pelicans-liðið og skoraði 30 stig. Hann tók einnig sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Í liði Los Angeles Clippers voru það þeir Marcus Morris Sr. og Reggie Jackson sem voru atkvæðamestir með 27 stig hvor. New Orelans Pelicans er því á leið í úrslitakeppnina, en liðið á ærið verkefni fyrir höndum þar sem besta lið deildarinnar, Phoenix Suns, verður andsætðingur þeirra. Brandon Ingram poured in 30 points to lift the @PelicansNBA to the win and advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!Brandon Ingram: 30 PTS, 6 REB, 6 ASTLarry Nance Jr: 14 PTS, 16 REB, 4 ASTTrey Murphy: 14 PTS, 4 3PM#8 NOP vs #1 PHXSun. April 17th 9pm/et on TNT pic.twitter.com/7H6KZBwgIw— NBA (@NBA) April 16, 2022
NBA Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira