Viðskipti innlent

Matthías í Hatara til Branden­burg

Atli Ísleifsson skrifar
Matthías Tryggvi Haraldsson.
Matthías Tryggvi Haraldsson. Aðsend

Matthías Tryggvi Haraldsson hefur verið ráðinn sem texta- og hugmyndasmiður á auglýsingastofunni Brandenburg.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Brandenburg. Þar kemur fram að Matthías hafi gengið í Listaháskóla Íslands og hafi starfað sem listamaður á ýmsum sviðum. 

„Þá er hann landsmönnum að góðu kunnur eftir vasklega framgöngu sína með Hatara sem skók þjóðarsálina allhressilega í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2019. Matthías var valinn leikskáld Borgarleikhússins í fyrra og fer verk hans á fjalir leikhússins á næstu misserum.“

Alls starfa tæplega fjörutíu manns hjá Brandenburg. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.