Viðskipti innlent

Einn fag­fjár­festa segir bréfin hafa verið undir­verð­lögð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf.
Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf. Arnar Halldórsson

Einn þeirra fjárfesta sem keyptu hlut ríkisins í Íslandsbanka á dögunum segir að bréfin hafi verið undirverðlögð.

Jakob Valgeir Flosason fjárfestir segist í samtali við Fréttablaðið í dag hafa áhyggjur af verðinu sem ríkið fékk fyrir hlutinn. Algjör óþarfi hafi verið að gefa eins mikinn afslátt og ákveðið var að gefa.

Jakob Valgeir keypti fyrir tæpan milljarð í bankanum og segir kaupendur einfaldlega hafa fylgt reglum útboðsins. Að hans mati hefði ríkið hinsvegar átt að selja til fárra en öflugra kjölfestufjárfesta, og bendir hann á að það hafi raunar verið talað um að gera það í upphafi. Það hafi hinsvegar ekki verið gert.

Hann segir lífeyrissjóðina hafa þrýst verðinu niður í 117 krónur á hlut, en segist vita það fyrir víst að ríkið hefði getað selt á genginu 122 krónur, ef það hefði einbeitt sér að þeim sem voru tilbúnir til að borga meira.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×