Tónlist

Ed Sheeran hafði betur í Shape of You-máli

Atli Ísleifsson skrifar
Ed Sheeran yfirgefur dómshúsið í London í síðasta mánuði.
Ed Sheeran yfirgefur dómshúsið í London í síðasta mánuði. EPA

Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafði betur í höfundarréttarmáli þar sem hann var sakaður um lagastuld í tengslum við stórsmellinn Shape of You sem hann gaf út árið 2017. Dómur í málinu féll í morgun.

Í dómnum segir kemur fram að sannað þyki að hann hafi ekki stolið laglínum úr lagi tónlistarmannsins Sami Chokri, Oh Why, frá árinu 2015.

Chokri, sem kemur fram undir nafninu Sami Switch, leitaði til dómstóla þar sem hann sagði vildi meina að „Oh I“-krókurinn í lagi Sheerans væri mjög líkur „Oh Why“-króknum í samnefndu lagi Chokris.

Sheeran sagðist í dómsal ekki muna eftir að hafa heyrt lagið Oh Why áður en honum var stefnt vegna málsins. Shape of You var mest selda lag Bretlands árið 2017 og er nú mest streymda lagið á Spotify.

Meðhöfundar Sheerans, þeir John McDaid úr Snow Patrol og framleiðandinn Steven McCutcheon, höfnuðu sömuleiðis ásökunum um að hafa gerst sekir um lagastuld.

Sheeran og félögum var stefnt árið 2018 og stóðu réttarhöld í ellefu daga í London í nýliðnum marsmánuði. Dómur féll svo í málinu í morgun.

Hlusta má á lögin tvö að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×