Líklega dýrasta klipping Íslandssögunnar Bjarki Sigurðsson skrifar 5. apríl 2022 13:22 Bobby Ågren klippir Bjarna Hedtoft í þættinum Geggjaðar græjur. Klippingin er ein sú dýrasta í Íslandssögunni. Stöð 2 Í dag hafa flestir heyrt um rafmyntir, þá sérstaklega Bitcoin sem er sú vinsælasta í þeim flokki. Árið 2014 var almenningur ekki með mikla vitneskju um þetta framandi tæknifyrirbæri. Bræðurnir Davíð og Bjarni Hedtoft Reynissynir sáu um að kynna fólk fyrir tækninýjungum í þáttunum Geggjaðar græjur sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2014. Í einum þáttanna var umræðuefnið einmitt rafmyntir. Þeir bræður ræddu meðal annars við Gylfa Magnússon, hagfræðing og fyrrum viðskiptaráðherra, um möguleikann á því að rafmyntir gætu steypt lögeyri þjóða af stalli. Gylfi taldi að það yrði erfitt fyrir gjaldmiðila á borð við Bitcoin sem hafa óþekkta aðila á bak við sig, að ná flugi. Traustið væri ekki til staðar. Dönsk hárgreiðslustofa tók við Bitcoin Á þessum tíma tók engin verslun á Íslandi á móti Bitcoin sem greiðslu en þeir bræður fundu hárgreiðslustofu í Danmörku sem gerði það. Rakarinn Bobby Ågren, sem rekur stofuna Ruben og Bobby, var á þessum tíma ósáttur með græðgi bankanna og ákvað að treysta á þennan óþekkta gjaldmiðil. Bobby er forfallinn tækniáhugamaður, þá hefur hann sérstaklega gaman af gamaldags tölvuleikjum. Í dag er ekki lengur hægt að greiða með Bitcoin á stofunni en hægt er að greiða með gömlum tölvuleikjum og leikjatölvum. Rándýr klipping Árið 2014 kostaði herraklipping hjá Ruben og Bobby 0,071 Bitcoin sem þá samsvaraði 5.822 króna. Virði Bitcoin hefur þó aukist gífurlega seinustu ár og er verðið á einni Bitcoin í dag rúmlega sex milljónir króna. Í dag er þá 0,071 Bitcoin virði rúmlega 427 þúsund króna og má fastlega gera ráð fyrir því að þeir bræður hafi borgað fyrir dýrustu klippingu Íslandssögunnar. Rafmyntir Tækni Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Bræðurnir Davíð og Bjarni Hedtoft Reynissynir sáu um að kynna fólk fyrir tækninýjungum í þáttunum Geggjaðar græjur sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2014. Í einum þáttanna var umræðuefnið einmitt rafmyntir. Þeir bræður ræddu meðal annars við Gylfa Magnússon, hagfræðing og fyrrum viðskiptaráðherra, um möguleikann á því að rafmyntir gætu steypt lögeyri þjóða af stalli. Gylfi taldi að það yrði erfitt fyrir gjaldmiðila á borð við Bitcoin sem hafa óþekkta aðila á bak við sig, að ná flugi. Traustið væri ekki til staðar. Dönsk hárgreiðslustofa tók við Bitcoin Á þessum tíma tók engin verslun á Íslandi á móti Bitcoin sem greiðslu en þeir bræður fundu hárgreiðslustofu í Danmörku sem gerði það. Rakarinn Bobby Ågren, sem rekur stofuna Ruben og Bobby, var á þessum tíma ósáttur með græðgi bankanna og ákvað að treysta á þennan óþekkta gjaldmiðil. Bobby er forfallinn tækniáhugamaður, þá hefur hann sérstaklega gaman af gamaldags tölvuleikjum. Í dag er ekki lengur hægt að greiða með Bitcoin á stofunni en hægt er að greiða með gömlum tölvuleikjum og leikjatölvum. Rándýr klipping Árið 2014 kostaði herraklipping hjá Ruben og Bobby 0,071 Bitcoin sem þá samsvaraði 5.822 króna. Virði Bitcoin hefur þó aukist gífurlega seinustu ár og er verðið á einni Bitcoin í dag rúmlega sex milljónir króna. Í dag er þá 0,071 Bitcoin virði rúmlega 427 þúsund króna og má fastlega gera ráð fyrir því að þeir bræður hafi borgað fyrir dýrustu klippingu Íslandssögunnar.
Rafmyntir Tækni Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira