Ljósleiðaradeildin: Kristján og Tómas myndu eyða sumarfríinu í Inferno Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. mars 2022 22:30 Tómas Jóhannsson og Kristján Einar Kristjánsson veltu fyrir sér hvaða kort yrði fyrir valinu sem áfangastaður í næsta sumarfríi. Stöð 2 eSport Kristján Einar Kristjánsson og Tómas Jóhannsson, lýsendur Ljósleiðaradeildarinnar, leiddust út í áhugaverða umræðu fyrir viðureign Þórs og Kórdrenga í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í gærkvöldi. Þeir veltu því þá fyrir sér hvaða kort í CS:GO yrði fyrir valinu ef þeir þyrftu að velja eitt þeirra til að eyða sumarfríinu sínu í. „Inferno-mappið. Kjúklingar, ítölsk tónlist og allt bara yndislegt,“ sagði Kristján í upphafi innslagsins þegar ljóst var að viðureign Þórs og Kórdrengja myndi fara þar fram. „Bara allt upp á 10,5. Alveg 100 prósent,“ svaraði Tómas. Strákarnir ákváðu síðan að reyna að þylja upp allt sem má finna á kortinu. Vespa, skellinaðra, hjól og líkkistur voru meðal þeirra hluta sem strákarnir mundu eftir. „Inferno hefur bara allt,“ sagði Kristján. „Ef ég væri að kaupa mér sumarfrí í eitthvað map í CS:GO. Það er góður klúbbur í Overpass, en ég hugsa að það yrði Inferno.“ Tómas tók sér aðeins lengri tíma í að velta þessu mjög svo mikilvæga máli fyrir sér, en var svo að lokum sammála kollega sínum. Þessa skemmtilegu umræðu þeirra félaga má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Sumarfrí í Inferno Ljósleiðaradeildin Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Þeir veltu því þá fyrir sér hvaða kort í CS:GO yrði fyrir valinu ef þeir þyrftu að velja eitt þeirra til að eyða sumarfríinu sínu í. „Inferno-mappið. Kjúklingar, ítölsk tónlist og allt bara yndislegt,“ sagði Kristján í upphafi innslagsins þegar ljóst var að viðureign Þórs og Kórdrengja myndi fara þar fram. „Bara allt upp á 10,5. Alveg 100 prósent,“ svaraði Tómas. Strákarnir ákváðu síðan að reyna að þylja upp allt sem má finna á kortinu. Vespa, skellinaðra, hjól og líkkistur voru meðal þeirra hluta sem strákarnir mundu eftir. „Inferno hefur bara allt,“ sagði Kristján. „Ef ég væri að kaupa mér sumarfrí í eitthvað map í CS:GO. Það er góður klúbbur í Overpass, en ég hugsa að það yrði Inferno.“ Tómas tók sér aðeins lengri tíma í að velta þessu mjög svo mikilvæga máli fyrir sér, en var svo að lokum sammála kollega sínum. Þessa skemmtilegu umræðu þeirra félaga má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Sumarfrí í Inferno
Ljósleiðaradeildin Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira