Gervi-Íslendingur græðir á tá og fingri á Spotify Bjarki Sigurðsson skrifar 29. mars 2022 14:30 Tónlistarmaðurinn er sagður heita Guðmundur Gunnarsson og að hafa verið á samningi hjá Smekkleysu. Ásmundur Jónsson í Smekkleysu segir engan með slíku nafni hafa verið á samningi hjá útgáfufyrirtækinu. Vísir/Vilhelm Íslenska tónlistarmanninn Ekfat kannast fæstir við en þrátt fyrir það er hann að fá milljónir hlustana á streymisveitunni Spotify. Lögin Polar Circle og Singapore með Ekfat eru samtals með yfir 5 milljónir hlustana. Á árum áður skipti það mestu máli fyrir tónlistarmenn að selja plötur. Nú virðist mesti hvatinn vera í því að vera vinsæll á streymisveitum en Spotify er stærst þeirra með í kringum 350 milljónir notenda. Með áskrift að Spotify færðu aðgang að nánast allri tónlist sem búin er til í dag og því engin þörf fyrir því að kaupa plötur lengur. Allt er á sama stað og fyrir tæplega 1.300 krónur á mánuði færðu aðgang að öllu. Lágmarkslaun fyrir 1,2 milljónir spilanna Spotify er ekki þekkt fyrir að greiða listamönnum vel fyrir hlustanir og þarf fólk að fá ansi marga til að hlusta á sig til að byrja að græða á tónlistinni. Tónlistarmaður þyrfti að fá í kringum 1,2 milljónir spilana á mánuði til að fá það sem samsvarar lágmarkslaunum á Íslandi. Um 350 milljónir manna hlusta á Spotify á hverjum degi.Vísir/Getty Á Spotify geta notendur búið til sína eigin spilunarlista (e. playlists) þar sem hægt er að safna saman uppáhaldslögunum sínum. Mörgum leiðist þó að gera þessa lista sjálfur og vilja að aðrir geri þá fyrir sig. Spotify gerir sína eigin lista fyrir notendur og kjósa margar milljónir manna að hlusta frekar á þessa tilbúnu spilunarlista. Inn á þá rata oftast vinsæl lög frá stærstu listamönnum heims. Þó komast stundum minni tónlistarmenn inn á listana með lögin sín og er það mikill fengur fyrir þá að fá þessar hlustanir. Fyrrverandi yfirmaður hjá Spotify viðriðinn gervitónlistarmenn Útgáfufyrirtæki að nafni Firefly Entertainment virðist vera einkar lagið við að ná óþekktum tónlistarmönnum inn á þessa lista. Um 60 prósent listamanna á snærum Firefly komast inn á listana og malar fyrirtækið gull á þessu. Nick Holmstén er góður vinur eigenda Firefly Entertainment. Holmstén var háttsettur hjá Spotify og kom að þróun spilunarlistanna á sínum tíma. Hann hætti hjá Spotify árið 2019 til að stofna eigið fyrirtæki sem á í samstarfi við Firefly. Dagens Nyheter telur að þessi tengsl skili lögum Firefly endurtekið á hina dýrmætu spilunarlista Spotify. Að neðan má heyra lagið Singapore með Ekfat. Enginn kannast við Ekfat Þá aftur að tónlistarmanninum Ekfat. Í kynningu á Ekfat á Spotify er hann sagður heita Guðmundur Gunnarsson. Hann er sagður hafa lært bæði klassískan píanóleik og á þverflautu við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þá segir að lög hans séu spilun á íslenskum útvarpsstöðvum og að hann hafa verið á samningi hjá íslenska útgáfufyrirtækinu Smekkleysu síðan 2017. Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu, kannast hins vegar ekkert við umræddan listamann í samtali við Vísi. Enginn sem heiti þessum nöfnum hafi verið á mála hjá fyrirtækinu. Staðreyndin er sú að hvorki Guðmundur né Ekfat eru í raun og veru til. Ekfat er einn af 830 gervitónlistarmönnum sem Firefly Entertainment gefur út tónlist fyrir. Fyrirtækið er sem sagt með 830 listamannanöfn á sínum snærum fyrir fólk sem er ekki til. Milljaður í hagnað Í gegnum þennan mikla fjölda gervifólks getur Firefly dælt út lögum inn á aðgangana sem rata beint inn á lista Spotify. Peningarnir streyma inn. Hagnaður Firefly fyrir árið 2020 nam um milljarði íslenskra króna enda renna nánast allar tekjur beint í vasa fyrirtækisins. Væri þessum pening deilt á 830 tónlistarmenn fengi hver og einn um 1,2 milljónir íslenskra króna. Hvorki Nick Holmstén né forsvarsmenn Firefly Entertainment vildu tjá sig við Dagens Nyheter. Spotify Tónlist Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Sjá meira
Á árum áður skipti það mestu máli fyrir tónlistarmenn að selja plötur. Nú virðist mesti hvatinn vera í því að vera vinsæll á streymisveitum en Spotify er stærst þeirra með í kringum 350 milljónir notenda. Með áskrift að Spotify færðu aðgang að nánast allri tónlist sem búin er til í dag og því engin þörf fyrir því að kaupa plötur lengur. Allt er á sama stað og fyrir tæplega 1.300 krónur á mánuði færðu aðgang að öllu. Lágmarkslaun fyrir 1,2 milljónir spilanna Spotify er ekki þekkt fyrir að greiða listamönnum vel fyrir hlustanir og þarf fólk að fá ansi marga til að hlusta á sig til að byrja að græða á tónlistinni. Tónlistarmaður þyrfti að fá í kringum 1,2 milljónir spilana á mánuði til að fá það sem samsvarar lágmarkslaunum á Íslandi. Um 350 milljónir manna hlusta á Spotify á hverjum degi.Vísir/Getty Á Spotify geta notendur búið til sína eigin spilunarlista (e. playlists) þar sem hægt er að safna saman uppáhaldslögunum sínum. Mörgum leiðist þó að gera þessa lista sjálfur og vilja að aðrir geri þá fyrir sig. Spotify gerir sína eigin lista fyrir notendur og kjósa margar milljónir manna að hlusta frekar á þessa tilbúnu spilunarlista. Inn á þá rata oftast vinsæl lög frá stærstu listamönnum heims. Þó komast stundum minni tónlistarmenn inn á listana með lögin sín og er það mikill fengur fyrir þá að fá þessar hlustanir. Fyrrverandi yfirmaður hjá Spotify viðriðinn gervitónlistarmenn Útgáfufyrirtæki að nafni Firefly Entertainment virðist vera einkar lagið við að ná óþekktum tónlistarmönnum inn á þessa lista. Um 60 prósent listamanna á snærum Firefly komast inn á listana og malar fyrirtækið gull á þessu. Nick Holmstén er góður vinur eigenda Firefly Entertainment. Holmstén var háttsettur hjá Spotify og kom að þróun spilunarlistanna á sínum tíma. Hann hætti hjá Spotify árið 2019 til að stofna eigið fyrirtæki sem á í samstarfi við Firefly. Dagens Nyheter telur að þessi tengsl skili lögum Firefly endurtekið á hina dýrmætu spilunarlista Spotify. Að neðan má heyra lagið Singapore með Ekfat. Enginn kannast við Ekfat Þá aftur að tónlistarmanninum Ekfat. Í kynningu á Ekfat á Spotify er hann sagður heita Guðmundur Gunnarsson. Hann er sagður hafa lært bæði klassískan píanóleik og á þverflautu við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þá segir að lög hans séu spilun á íslenskum útvarpsstöðvum og að hann hafa verið á samningi hjá íslenska útgáfufyrirtækinu Smekkleysu síðan 2017. Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu, kannast hins vegar ekkert við umræddan listamann í samtali við Vísi. Enginn sem heiti þessum nöfnum hafi verið á mála hjá fyrirtækinu. Staðreyndin er sú að hvorki Guðmundur né Ekfat eru í raun og veru til. Ekfat er einn af 830 gervitónlistarmönnum sem Firefly Entertainment gefur út tónlist fyrir. Fyrirtækið er sem sagt með 830 listamannanöfn á sínum snærum fyrir fólk sem er ekki til. Milljaður í hagnað Í gegnum þennan mikla fjölda gervifólks getur Firefly dælt út lögum inn á aðgangana sem rata beint inn á lista Spotify. Peningarnir streyma inn. Hagnaður Firefly fyrir árið 2020 nam um milljarði íslenskra króna enda renna nánast allar tekjur beint í vasa fyrirtækisins. Væri þessum pening deilt á 830 tónlistarmenn fengi hver og einn um 1,2 milljónir íslenskra króna. Hvorki Nick Holmstén né forsvarsmenn Firefly Entertainment vildu tjá sig við Dagens Nyheter.
Spotify Tónlist Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Sjá meira