Landsbanki og Arion banki nú meðal stærstu hluthafa í Íslandsbanka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. mars 2022 11:41 Miklar breytingar hafa orðið á hluthafalista Íslandsbanka eftir útboð Bankasýslunnar. Vísir/Vilhelm Lífeyrissjóðir sem tóku þátt í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka voru tilbúnir að kaupa um sextíu prósent meira hlutafé í bankanum en þeir fengu úthlutað. Landsbankinn, Arion banki og Íslandssjóðir eiga eftir útboðið tæplega fimm prósent í bankanum. Bankasýsla ríkisins hefur síðan í gær verið að ganga frá uppgjöri á útboði stofnunarinnar á tæplega fjórðungs hlut í Íslandsbanka í síðustu viku. Fram hefur komið að mikil umfram eftirspurn hafi verið eftir hlutum í bankanum. Brú lífeyrissjóður fékk um 60% skerðingu af þeim fjárhæðum sem sjóðurinn bauð í og keypti samtals fyrir um þrjá milljarða króna. Lífeyrissjóður bankamanna tók líka þátt í útboðinu og fékk svipaða skerðingu og keypti fyrir um 140 milljónir króna. SL lífeyrissjóður fékk svipaða skerðingu en keypti fyrir tæpan hálfan milljarð og á eftir útboðið um 0,7 prósent í bankanum. Þá keypti Frjálsi lífeyrissjóðurinn fyrir um 1,6 milljarða króna og fékk minna en hann bað um. Loks fékk Lífeyrissjóður verslunarmanna úthlutað fyrir 2,1 milljarð króna. Gildi lífeyrissjóður keypti fyrir 3,5 milljarða króna og hefur bætt við eignarhlut sinn. Þetta kemur fram í svörum þessara lífeyrissjóða við fyrirspurnum fréttastofu. Sex lífeyrissjóðir eiga samanlagt fimmtungshlut Sex lífeyrissjóðir eiga samkvæmt hluthafalista Íslandsbanka nú um fimmtungshlut samanlagt í Íslandsbanka. Hafa flestir verið að bæta við sig í bankanum eftir útboðið en mikil viðskipti hafa verið með bréf í Íslandsbanka síðustu daga. Arion banki keypti í útboðinu og fer nú með um 1,72 prósent í Íslandsbanka, Landsbankinn fer eftir útboðið með 1,55 prósenta hlut og Íslandsbanki gegnum Íslandssjóði fer með um 1,55 prósenta hlut. Samanlagt er hlutur viðskiptabankanna því tæplega fimm prósent. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabönkunum voru Arion banki og Landsbankinn ekki sjálfir að fjárfesta í Íslandsbanka heldur fyrst og fremst fyrir hönd viðskiptavina sinna. Hver hlutur var seldur í útboðinu á 117 krónur en farið var eftir svokallaðri tilboðsleið þar sem svokölluðum hæfum fjárfestum er boðinn hlutur af þeim aðilum sem sjá um útboðið. Fjármálastofnanir ákveða svo hverjir eru hæfir til að kaupa í slíku útboði. Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Íslandssjóðir keyptu fyrir um 1.400 milljónir í útboði Íslandsbanka Sjóðastýringarfyrirtækið Íslandssjóðir er á meðal tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka eftir að sala ríkissjóðs á hlutum í bankanum kláraðist í síðustu viku og nemur hlutur þess nú 1,55 prósentum. Íslandssjóðir, sem er dótturfélag Íslandsbanka, átti undir eins prósenta hlut þegar útboðið hófst en í lok árs stóð hann í 0,94 prósentum. 29. mars 2022 09:53 Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00 Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Bankasýsla ríkisins hefur síðan í gær verið að ganga frá uppgjöri á útboði stofnunarinnar á tæplega fjórðungs hlut í Íslandsbanka í síðustu viku. Fram hefur komið að mikil umfram eftirspurn hafi verið eftir hlutum í bankanum. Brú lífeyrissjóður fékk um 60% skerðingu af þeim fjárhæðum sem sjóðurinn bauð í og keypti samtals fyrir um þrjá milljarða króna. Lífeyrissjóður bankamanna tók líka þátt í útboðinu og fékk svipaða skerðingu og keypti fyrir um 140 milljónir króna. SL lífeyrissjóður fékk svipaða skerðingu en keypti fyrir tæpan hálfan milljarð og á eftir útboðið um 0,7 prósent í bankanum. Þá keypti Frjálsi lífeyrissjóðurinn fyrir um 1,6 milljarða króna og fékk minna en hann bað um. Loks fékk Lífeyrissjóður verslunarmanna úthlutað fyrir 2,1 milljarð króna. Gildi lífeyrissjóður keypti fyrir 3,5 milljarða króna og hefur bætt við eignarhlut sinn. Þetta kemur fram í svörum þessara lífeyrissjóða við fyrirspurnum fréttastofu. Sex lífeyrissjóðir eiga samanlagt fimmtungshlut Sex lífeyrissjóðir eiga samkvæmt hluthafalista Íslandsbanka nú um fimmtungshlut samanlagt í Íslandsbanka. Hafa flestir verið að bæta við sig í bankanum eftir útboðið en mikil viðskipti hafa verið með bréf í Íslandsbanka síðustu daga. Arion banki keypti í útboðinu og fer nú með um 1,72 prósent í Íslandsbanka, Landsbankinn fer eftir útboðið með 1,55 prósenta hlut og Íslandsbanki gegnum Íslandssjóði fer með um 1,55 prósenta hlut. Samanlagt er hlutur viðskiptabankanna því tæplega fimm prósent. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabönkunum voru Arion banki og Landsbankinn ekki sjálfir að fjárfesta í Íslandsbanka heldur fyrst og fremst fyrir hönd viðskiptavina sinna. Hver hlutur var seldur í útboðinu á 117 krónur en farið var eftir svokallaðri tilboðsleið þar sem svokölluðum hæfum fjárfestum er boðinn hlutur af þeim aðilum sem sjá um útboðið. Fjármálastofnanir ákveða svo hverjir eru hæfir til að kaupa í slíku útboði.
Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Íslandssjóðir keyptu fyrir um 1.400 milljónir í útboði Íslandsbanka Sjóðastýringarfyrirtækið Íslandssjóðir er á meðal tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka eftir að sala ríkissjóðs á hlutum í bankanum kláraðist í síðustu viku og nemur hlutur þess nú 1,55 prósentum. Íslandssjóðir, sem er dótturfélag Íslandsbanka, átti undir eins prósenta hlut þegar útboðið hófst en í lok árs stóð hann í 0,94 prósentum. 29. mars 2022 09:53 Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00 Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Íslandssjóðir keyptu fyrir um 1.400 milljónir í útboði Íslandsbanka Sjóðastýringarfyrirtækið Íslandssjóðir er á meðal tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka eftir að sala ríkissjóðs á hlutum í bankanum kláraðist í síðustu viku og nemur hlutur þess nú 1,55 prósentum. Íslandssjóðir, sem er dótturfélag Íslandsbanka, átti undir eins prósenta hlut þegar útboðið hófst en í lok árs stóð hann í 0,94 prósentum. 29. mars 2022 09:53
Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00
Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18