Handbolti

Aron skoraði sjö þegar Álaborg varð bikarmeistari

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bikarmeistarar.
Bikarmeistarar. Vísir/getty

Íslendingalið Álaborgar er danskur bikarmeistari í handbolta eftir þriggja marka sigur á GOG í Íslendingaslag í bikarúrslitaleik.

Aron Pálmarsson átti afar góðan leik og var mikilvægur í sóknarleik Álaborgarliðsins sem vann þriggja marka sigur, 30-27, eftir að hafa leitt með einu marki í leikhléi, 17-16.

Aron skoraði sjö mörk líkt og liðsfélagar hans Felix Claar og Lukas Sandell sem voru markahæstir í liði Álaborgar.

Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar.

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson lék stóran hluta leiksins í marki GOG og varði fimm skot.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.