Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 24. mars 2022 13:18 Ríkharður Daðason keypti bréfin í gegnum félag sitt RD Invest ehf. Vísir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallar um viðskipti stjórnenda og nákominna aðila en Ríkharður er sambýlismaður Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra bankans. Auk Ríkharðs keyptu minnst tveir aðrir aðilar tengdir stjórn og yfirstjórn bankans hluti í útboðinu. Ari Daníelsson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, keypti 469 þúsund bréf fyrir tæpar 55 milljónir króna og Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfestasviðs, rúmlega 96 þúsund hluti fyrir rúmar 11 milljónir. Hlutirnir voru allir keyptir á genginu 117 krónur líkt og önnur viðskipti í útboði Bankasýslunnar þar sem 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka var selt til fagfjárfesta. Við lokun markaða í gær var gengi bréfa í Íslandsbanka komið í 124,6 krónur á hlut og var því 6,5% hærra en söluverð bankans í útboðinu. Var samanlagt virði þeirra hluta sem þremenningarnir festu kaup á því komið í 99,15 milljónir króna í gær, eða rúmum sex milljónum króna yfir kaupverði þeirra. Verð bréfa í Íslandsbanka hefur lækkað aftur það sem af er degi og stendur í 123,8 krónum. Skuldsetning félagsins veki upp spurningar Ríkharður Daðason keypti bréfin í Íslandsbanka í gegnum félag sitt RD Invest ehf. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti máls á því á Alþingi í dag að nýjasti birti ársreikningur eignarhaldsfélagsins sýni að í lok 2020 hafi það verið með neikvætt eigið fé upp á 135 milljónir króna. Þar af voru skammtímaskuldir við tengda aðila upp á tæpar 122 milljónir króna. „Þetta er eitthvað sem vekur upp spurningar um það hvernig fagfjárfestar voru valdir. Þetta og ýmislegt fleira er eitthvað sem við þurfum að ræða í þessum þingsal,“ sagði Jóhann Páll. Einungis stóð takmörkuðum hópi fagfjárfesta til boða að taka þátt í útboði Bankasýslunnar á þriðjudag. Mjög takmarkaðar upplýsingar hafa verið veittar um þátttakendur í útboðinu fram að þessu. Búist er við að upplýst verði um kaupendur eftir að viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir aukinni umræðu um söluna á hlutum ríkissjóðs á þinginu og hefur forseti Alþingis orðið við þeirri kröfu. Fréttin hefur verið uppfærð. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Veruleg umfram eftirspurn í útboðinu á hlutum ríkissjóðs Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna. 23. mars 2022 09:48 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallar um viðskipti stjórnenda og nákominna aðila en Ríkharður er sambýlismaður Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra bankans. Auk Ríkharðs keyptu minnst tveir aðrir aðilar tengdir stjórn og yfirstjórn bankans hluti í útboðinu. Ari Daníelsson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, keypti 469 þúsund bréf fyrir tæpar 55 milljónir króna og Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfestasviðs, rúmlega 96 þúsund hluti fyrir rúmar 11 milljónir. Hlutirnir voru allir keyptir á genginu 117 krónur líkt og önnur viðskipti í útboði Bankasýslunnar þar sem 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka var selt til fagfjárfesta. Við lokun markaða í gær var gengi bréfa í Íslandsbanka komið í 124,6 krónur á hlut og var því 6,5% hærra en söluverð bankans í útboðinu. Var samanlagt virði þeirra hluta sem þremenningarnir festu kaup á því komið í 99,15 milljónir króna í gær, eða rúmum sex milljónum króna yfir kaupverði þeirra. Verð bréfa í Íslandsbanka hefur lækkað aftur það sem af er degi og stendur í 123,8 krónum. Skuldsetning félagsins veki upp spurningar Ríkharður Daðason keypti bréfin í Íslandsbanka í gegnum félag sitt RD Invest ehf. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti máls á því á Alþingi í dag að nýjasti birti ársreikningur eignarhaldsfélagsins sýni að í lok 2020 hafi það verið með neikvætt eigið fé upp á 135 milljónir króna. Þar af voru skammtímaskuldir við tengda aðila upp á tæpar 122 milljónir króna. „Þetta er eitthvað sem vekur upp spurningar um það hvernig fagfjárfestar voru valdir. Þetta og ýmislegt fleira er eitthvað sem við þurfum að ræða í þessum þingsal,“ sagði Jóhann Páll. Einungis stóð takmörkuðum hópi fagfjárfesta til boða að taka þátt í útboði Bankasýslunnar á þriðjudag. Mjög takmarkaðar upplýsingar hafa verið veittar um þátttakendur í útboðinu fram að þessu. Búist er við að upplýst verði um kaupendur eftir að viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir aukinni umræðu um söluna á hlutum ríkissjóðs á þinginu og hefur forseti Alþingis orðið við þeirri kröfu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Veruleg umfram eftirspurn í útboðinu á hlutum ríkissjóðs Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna. 23. mars 2022 09:48 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15
Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02
Veruleg umfram eftirspurn í útboðinu á hlutum ríkissjóðs Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna. 23. mars 2022 09:48
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent