Viðskipti innlent

Lóa frá 66°Norður til Good Good

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lóa og félagar hjá Good Good Brand sérhæfa sig í að bjóða uppá náttúrulega sætar lausnir. Fyrirtækið trúir því að sykur sé ein helsta ógn við heilsufarið fólks.
Lóa og félagar hjá Good Good Brand sérhæfa sig í að bjóða uppá náttúrulega sætar lausnir. Fyrirtækið trúir því að sykur sé ein helsta ógn við heilsufarið fólks. Good Good

Good Good hefur ráðið Lóu Fatou Einarsdóttur sem forstöðumann rekstrarsviðs í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík.

Lóa Fatou kemur frá 66°Norður þar sem hún hefur starfað undanfarin ár sem forstöðumaður rekstrarsviðs og var m.a. ábyrg fyrir samþættingu virðiskeðju félagsins ásamt rekstri vöruhúsa.

Áður starfaði hún sem sérfræðingur í gæða- og ferlamálum hjá Nóa Síríusi. Lóa Fatou er með M.Sc. í rekstrarverkfræði frá DTU Kaupmannahöfn og B.Sc. gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

„Good Good er ört stækkandi félag á hraðri og spennandi vegferð. Ég hef fylgst með fyrirtækinu frá upphafi og hlakka til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu þess ásamt framúrskarandi hópi samstarfsfólks“ segir Lóa Fatou Einarsdóttir, nýráðinn forstöðumaður rekstrarsviðs hjá Good Good.

„Það að fá Lóu Fatou í okkar teymi er mikill fengur fyrir fyrirtækið. Verandi alþjóðlegt fyrirtæki, þar sem bæði birgjar og viðskiptavinir eru dreifðir að mestu í Evrópu og Norður Ameríku, er það lykilatriði að styrkja og efla ferla, tryggja sveigjanleika í rekstrinum, koma í veg fyrir sóun og hámarka verðmæti. Ráðning Fatou mun styrkja reksturinn okkar enn frekar og auka skilvirkni Good Good“, segir Garðar Stefánsson forstjóri Good Good.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×