Viðskipti innlent

Helgi stýrir sölu- og markaðs­starfi Niceair

Atli Ísleifsson skrifar
Helgi Eysteinsson.
Helgi Eysteinsson. Aðsend

Helgi Eysteinsson hefur gengið til liðs við flugfélagsins Niceair og verður honum falið að stýra uppbyggingu á sölu- og markaðsstarfi félagsins.

Í tilkynningu frá Niceair segir að Helgi hafi komið víða við í íslenskri ferðaþjónustu.

„Hann var framkvæmdastjóri Iceland Travel og VITA, dótturfélaga Icelandair Group á árunum 2008-2013 og hefur á undangengnum árum starfað á Íslensku auglýsingastofunni þar sem hann vann að ráðgjöf, uppbyggingu vörumerkja og markaðsfærslu fyrir mörg af sterkustu vörumerkjunum í íslenskri ferðaþjónustu. Auk þess hefur Helgi verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjölmörgum ferðatengdum verkefnum.“

Um Niceair segir að það sé nýtt flugfélag sem hefji sig til flugs frá Akureyri og fljúgi beint til Kaupmannahafnar, London og Tenerife fyrst um sinn.

„Breiðsíða fyrirtækja, einstaklinga og stofnana á Norðurlandi hefur flykkt sér að baki félaginu, en KEA, Höldur, Kaldbakur, Norlandair, Armar, Ferðaskrifstofa Akureyrar, Norðurböð, brugghúsið Kaldi, Kælismiðjan Frost og fleiri félög eru meðal hluthafa. Enginn hluthafa er áberandi stór og enginn er yfir 6,5%

Höfuðstöðvar og heimahöfn Niceair eru á Akureyri og kappkostar félagið að manna stöður og eiga í náinni samvinnu við fólk og fyrirtæki á svæðinu,“ segir um félagið.


Tengdar fréttir

„Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“

Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.