Viðskipti innlent

Óskar nýr stjórnar­for­maður Eim­skips

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Óskar Magnússon er nýr stjórnarformaður Eimskips.
Óskar Magnússon er nýr stjórnarformaður Eimskips. Eimskip

Óskar Magnússon hefur verið kjörinn nýr formaður stjórnar Eimskips.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins. Þar kemur fram að Margrét Guðmundsdóttir hafi verið kjörinn varaformaður og ný stjórn fundað í kjölfar aðalfundar félagsins í dag.

„Sjálfkjörið var í stjórnina en auk Óskars og Margrétar voru Lárus Blöndal, Guðrún Blöndal og Ólöf Hildur Pálsdóttir endurkjörin í stjórnina. Konur skipa því áfram meirihluta stjórnar líkt og verið hefur undanfarið ár. Varamenn eru Baldvin Þorsteinsson, fráfarandi formaður og Jóhanna á Bergi,“ segir þá í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.