Viðskipti innlent

Cintamani tekur yfir rekstur hjóla­búðarinnar GÁP

Eiður Þór Árnason skrifar
Verslunin verður áfram á sínum stað í Faxafeni.
Verslunin verður áfram á sínum stað í Faxafeni. Aðsend

Cintamani hefur keypt húsnæði og rekstur hjólabúðarinnar GÁP í Faxafeni 7 í Reykjavík. Í kjölfar kaupanna var gerður samstarfssamningur um rekstur vefverslunarinnar Adidas.is sem rekin hefur verið í Faxafeni af Sportmönnum, umboðsaðila Adidas á Íslandi, undanfarinn áratug.

Þetta kemur fram í tilkynningu en verslunin verður áfram á sama stað. Cintamani og aðrar nýjungar munu bætast við vöruúrval GÁP í kjölfar kaupanna.

Verslun GÁP hefur verið rekin af sömu fjölskyldunni frá árinu 1980. Einar Karl Birgisson, framkvæmdastjóri Cintamani, segir mörg tækifæri felast í kaupunum og um sé að ræða spennandi verkefni. Telur hann að reiðhjólaverslun með merki á borð við Cannondale, GT, Mongoose og Kross muni virka vel saman með Cintamani.

Haft er eftir Guðmundi Ágústi Péturssyni, stofnanda GÁP, að það sé bæði erfitt og virkilega spennandi að afhenda stóran hluta ævistarfsins til nýrra aðila. Hann segist vita að hjólabúðin muni vaxa og dafna í góðum höndum enda hefði hann aldrei látið hana af hendi nema með þá vitneskju.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×