Viðskipti erlent

Goog­le kaupir net­öryggis­fyrir­tæki fyrir 5,4 milljarða dala

Atli Ísleifsson skrifar
Starfsemi Mandiant mun sameinast tölvuvinnsludeild Google fyrir skýið.
Starfsemi Mandiant mun sameinast tölvuvinnsludeild Google fyrir skýið. Getty

Tækni- og netrisinn Google hyggst kaupa netöryggisfyrirtækið Mandiant fyrir um 5,4 milljarða Bandaríkjadala, rúmlega 720 milljarða króna. Með kaupunum stefnir Google að því að tryggja betur gögn viðskiptavina sinna í skýinu.

Í frétt CNBC segir að Google muni greiða 23 dali á hvern hlut í Mandiant sem stofnað var árið 2004.

Gefi eftirlitsaðilar grænt ljós á kaupin verða um að ræða næststærstu kaup Google á öðru fyrirtæki – á eftir kaupum Google á Motorola árið 2012 fyrir 12,5 milljarða dala. Google seldi svo starfsemina til Lenovo fyrir 2,9 milljarða dala tveimur árum síðar.

Þriðju stærstu kaup Google eru kaupin á snjallvöruframleiðandanum Nest, sem gengu í gegn árið 2014 og námu 3,2 milljarða dala.

Mandiant mun sameinast tölvuvinnsludeild Google fyrir skýið, en deildin er nú umtalsvert minni í sniðum en sambærilegar deildir Microsoft og Amazon.

Reiknað er með að kaupin gangi í gegn síðar á árinu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×