Viðskipti innlent

Óvissa með umboð lækkar skuld Costco um fleiri milljónir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bensínverðið hefur hækkað töluvert hér á landi síðan þessi mynd var tekin við verslun Costco á Íslandi í Kauptúni í Garðabæ.
Bensínverðið hefur hækkað töluvert hér á landi síðan þessi mynd var tekin við verslun Costco á Íslandi í Kauptúni í Garðabæ. Vísir/Hanna

Costco á Íslandi þarf að greiða Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) 2,8 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vangoldinna félagsgjalda. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kveðin var upp í dag.

Costco sleppur við að greiða vangoldin félagsgjöld til Samtaka atvinnulífsins (SA) þar sem ekki þótti ljóst að SA ætti aðild að málinu, þ.e. að SVÞ hefði umboð til að sækja málið fyrir hönd SA.

SVÞ höfðaði mál gegn Costco til heimtu skuldar vegna vangoldinna árgjalda bæði SVÞ og SA. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst að fullu á kröfu SVÞ, fyrir hönd beggja aðila, þess efnis að Costco skildi greiða 7,3 milljónir króna í vangoldin gjöld.

Landsréttur vísaði í dómi sínum til þess að málið hefði aðeins verið höfðað í nafni SVÞ og SA ætti ekki aðild að málinu. SA ætti í reynd stærstan hluta kröfufjárhæðar málsins. Ekki yrði ráðið af gögnum málsins að SA hefði veitt SVÞ umboð til að höfða dómsmál í þeirra nafni. Var Costco því sýknað af kröfu SVÞ á grundvelli aðildarskorts.

Með vísan til framburðar vitna fyrir dómi var ekki fallist á rök að Costco á Íslandi, sem væri hluti af alþjóðlegu stórfyrirtæki, gæti borið fyrir sig vanþekkingu um skuldbindingar sem hann tók á sig með aðild að SVÞ og SA. Yrði Costco á Íslandi því látið bera hallann af því og dæmdur til að greiða 2,8 milljónir í vangoldin félagsgjöld auk vaxta frá árinu 2018.


Tengdar fréttir

Costco dæmt til að greiða sjö milljónir

Costco á Íslandi var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmt til að greiða Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) 7,3 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vangoldinna félagsgjalda.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×