Gunnar Egill nýr forstjóri Samkaupa Eiður Þór Árnason skrifar 4. mars 2022 12:09 Gunnar Egill Sigurðsson og Ómar Valdimarsson. Aðsend Gunnar Egill Sigurðsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Samkaupa og tekur við af Ómari Valdimarssyni sem hefur gegnt stöðunni undanfarin þrettán ár. Gunnar Egill hefur starfað sjá fyrirtækinu í tuttugu ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri verslunarsviðs. Forstjóraskiptin munu eiga sér stað um mánaðamótin mars – apríl, í kjölfar kynningar á ársuppgjöri síðasta árs sem var að sögn stjórnenda afar gott í ljósi áskoranna heimsfaraldursins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum. Ómar hefur starfað í 26 ár sem stjórnandi hjá Samkaupum, þar af sem forstjóri fyrirtækisins í þrettán ár eða frá árinu 2009. Hann hefur stýrt fyrirtækinu í gegnum mikla umbreytingu og vöxt, ekki síst með aukinni sókn á höfuðborgarsvæðinu. Í dag eru verslanir fyrirtækisins á 65 stöðum á landinu og fyrirtækið veltir ríflega 40 milljörðum króna. Þá er framundan opnun 66. verslunarinnar, en í dag var undirritaður leigusamningur fyrir nýja Nettó verslun sem verður sú níunda á höfuðborgarsvæðinu. Vill efla stafræna þróun „Við viljum þakka Ómari fyrir einstakt framlag hans til vaxtar og viðgangs Samkaupa á síðustu árum. Það vita allir sem þekkja til hans starfa hversu stórt hlutverk hann hefur leikið í að búa til gott fyrirtæki og góðan vinnustað sem að stór hluti þjóðarinnar er verslar við, í hverri viku. Að sama skapi er ég feikilega ánægður með ráðningu Gunnars Egills, sem þekkir fyrirtækið afar vel og mun um leið koma með ferskar áherslur inn í þau stóru verkefni sem framundan eru hjá Samkaupum,“ Skúli Skúlason, stjórnarformaður Samkaupa. Gunnar Egill Sigurðsson, verðandi forstjóri Samkaupa, segir spennandi vegferð framundan. „Ég hlakka til að fylgja eftir stafrænni þróun og sjálfvirknivæðingu í þjónustu og starfsemi Samkaupa. Þá vil ég auka enn frekar áherslur okkar á samfélagslega ábyrgð og halda áfram að gera Samkaup að frábærum vinnustað,“ segir Gunnar Egill í tilkynningu. Vistaskipti Verslun Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
Forstjóraskiptin munu eiga sér stað um mánaðamótin mars – apríl, í kjölfar kynningar á ársuppgjöri síðasta árs sem var að sögn stjórnenda afar gott í ljósi áskoranna heimsfaraldursins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum. Ómar hefur starfað í 26 ár sem stjórnandi hjá Samkaupum, þar af sem forstjóri fyrirtækisins í þrettán ár eða frá árinu 2009. Hann hefur stýrt fyrirtækinu í gegnum mikla umbreytingu og vöxt, ekki síst með aukinni sókn á höfuðborgarsvæðinu. Í dag eru verslanir fyrirtækisins á 65 stöðum á landinu og fyrirtækið veltir ríflega 40 milljörðum króna. Þá er framundan opnun 66. verslunarinnar, en í dag var undirritaður leigusamningur fyrir nýja Nettó verslun sem verður sú níunda á höfuðborgarsvæðinu. Vill efla stafræna þróun „Við viljum þakka Ómari fyrir einstakt framlag hans til vaxtar og viðgangs Samkaupa á síðustu árum. Það vita allir sem þekkja til hans starfa hversu stórt hlutverk hann hefur leikið í að búa til gott fyrirtæki og góðan vinnustað sem að stór hluti þjóðarinnar er verslar við, í hverri viku. Að sama skapi er ég feikilega ánægður með ráðningu Gunnars Egills, sem þekkir fyrirtækið afar vel og mun um leið koma með ferskar áherslur inn í þau stóru verkefni sem framundan eru hjá Samkaupum,“ Skúli Skúlason, stjórnarformaður Samkaupa. Gunnar Egill Sigurðsson, verðandi forstjóri Samkaupa, segir spennandi vegferð framundan. „Ég hlakka til að fylgja eftir stafrænni þróun og sjálfvirknivæðingu í þjónustu og starfsemi Samkaupa. Þá vil ég auka enn frekar áherslur okkar á samfélagslega ábyrgð og halda áfram að gera Samkaup að frábærum vinnustað,“ segir Gunnar Egill í tilkynningu.
Vistaskipti Verslun Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira