Í póstinum eru viðskiptavinir beðnir um að kanna upplýsingar um kortafærslur með því að ýta á þartilgerðan hlekk. Þegar nánar er að gáð koma póstarnir frá netföngum á borð við „@landbankinn.is,“ þar sem s-ið vantar. Tölvupóstarnir geti því verið sérstaklega varhugaverðir.
Bankinn segist aldrei senda tölvupósta eða SMS-skeyti með hlekk yfir á innskráningarsíðu netbankans. Hafirðu ýtt á tengil í svikapósti eru leiðbeiningarnar eftirfarandi:
„Ef þú hefur opnað hlekkinn og skráð þig inn á fölsku síðuna þá eru svikararnir komnir með aðgangsupplýsingar þínar. Þá er mikilvægt að þú skráir þig inn með venjulegum hætti, í appinu eða með því að fara á vef bankans og skrá þig inn í netbankann, og breytir lykilorðinu strax.“
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum.