Segist finna til ábyrgðar að stýra stærsta fyrirtæki sjávarbyggðar Kristján Már Unnarsson skrifar 28. febrúar 2022 23:10 Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf. Arnar Halldórsson Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason hefur byggt upp stærsta atvinnufyrirtæki Bolungarvíkur á undanförnum árum með milljarða fjárfestingum í útgerð og fiskvinnslu. Hann segist finna til ábyrgðarinnar og sé ekki á leiðinni í burtu með kvótann. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt mátti sjá togarann Sirrý koma inn til löndunar í Bolungarvík. Þegar útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir ehf. fékk hann fyrir sex árum voru tuttugu ár liðin frá því togari var síðast gerður þaðan út. Fyrirtækið hefur samhliða byggt upp stærstu fiskvinnslu byggðarinnar. Starfsmenn í landi og á sjó eru um eitthundrað talsins. Jakob Valgeir Flosason kveðst kannast við að það að vera útgerðarmaður sé nánast orðið skammaryrði. Sjálfur var hann fréttaefni í uppgjörum þrotabúa í eftirmálum bankahrunsins. „Ég varð snar gjaldþrota bara.“ -Þannig að þú ert risinn aftur upp? „Ég reis aftur upp, já. Bankinn hleypti mér áfram,“ segir Jakob Valgeir. Sirrý ÍS, togari Jakobs Valgeirs ehf., siglir inn í Bolungarvíkurhöfn.Arnar Halldórsson Meginhluta síðustu aldar báru fyrirtæki Einars Guðfinnssonar uppi atvinnulíf byggðarinnar. Nafni hans og barnabarn, Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra, segir að fjölskyldan hafi þó aldrei litið á afa hans sem konung Bolungarvíkur. „Og hann leit ekki þannig á. Hann var bara einn hluti af þessu samfélagi. Og hann fann líka mjög fyrir þeirri ábyrgð sem honum var trúað fyrir, að honum fannst, með því að vera í forsvari fyrir þennan atvinnurekstur,“ segir Einar Kristinn. En finnur Jakob Valgeir til slíkrar ábyrgðar? „Já, já. Ég held að ég sé alveg að standa undir henni. Ég er allavega ekkert á förum.“ -Þannig að Bolvíkingar þurfa ekki að óttast að þú sért að fara í burtu með kvótann og skipin? „Nei. Það sé ég ekki fyrir mér. Ég ætla bara að halda áfram og vonandi að umhverfið geri manni það kleift, - að það verði þokkalegt umhverfi áfram,“ svarar Jakob Valgeir. Einar K. Guðfinnsson framan við Einarshús, þar sem afi hans og nafni bjó.Arnar Halldórsson Nærri þrjátíu ár eru frá því Einar Guðfinnsson hf. varð gjaldþrota. Við getum vart ímyndað okkur annað en það hafi verið sárt fyrir Einar Kristin að sjá atvinnureksturinn sem afi hans byggði upp nánast hverfa. „Að sjálfsögðu.“ -Hvernig tilfinningar bærðust með þér? „Það voru auðvitað margvíslegar tilfinningar og ég ber þær ekkert á torg,“ svarar Einar. Þáttinn um Bolungarvík, þann fyrri af tveimur, má nálgast á efnisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Bolungarvík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt mátti sjá togarann Sirrý koma inn til löndunar í Bolungarvík. Þegar útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir ehf. fékk hann fyrir sex árum voru tuttugu ár liðin frá því togari var síðast gerður þaðan út. Fyrirtækið hefur samhliða byggt upp stærstu fiskvinnslu byggðarinnar. Starfsmenn í landi og á sjó eru um eitthundrað talsins. Jakob Valgeir Flosason kveðst kannast við að það að vera útgerðarmaður sé nánast orðið skammaryrði. Sjálfur var hann fréttaefni í uppgjörum þrotabúa í eftirmálum bankahrunsins. „Ég varð snar gjaldþrota bara.“ -Þannig að þú ert risinn aftur upp? „Ég reis aftur upp, já. Bankinn hleypti mér áfram,“ segir Jakob Valgeir. Sirrý ÍS, togari Jakobs Valgeirs ehf., siglir inn í Bolungarvíkurhöfn.Arnar Halldórsson Meginhluta síðustu aldar báru fyrirtæki Einars Guðfinnssonar uppi atvinnulíf byggðarinnar. Nafni hans og barnabarn, Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra, segir að fjölskyldan hafi þó aldrei litið á afa hans sem konung Bolungarvíkur. „Og hann leit ekki þannig á. Hann var bara einn hluti af þessu samfélagi. Og hann fann líka mjög fyrir þeirri ábyrgð sem honum var trúað fyrir, að honum fannst, með því að vera í forsvari fyrir þennan atvinnurekstur,“ segir Einar Kristinn. En finnur Jakob Valgeir til slíkrar ábyrgðar? „Já, já. Ég held að ég sé alveg að standa undir henni. Ég er allavega ekkert á förum.“ -Þannig að Bolvíkingar þurfa ekki að óttast að þú sért að fara í burtu með kvótann og skipin? „Nei. Það sé ég ekki fyrir mér. Ég ætla bara að halda áfram og vonandi að umhverfið geri manni það kleift, - að það verði þokkalegt umhverfi áfram,“ svarar Jakob Valgeir. Einar K. Guðfinnsson framan við Einarshús, þar sem afi hans og nafni bjó.Arnar Halldórsson Nærri þrjátíu ár eru frá því Einar Guðfinnsson hf. varð gjaldþrota. Við getum vart ímyndað okkur annað en það hafi verið sárt fyrir Einar Kristin að sjá atvinnureksturinn sem afi hans byggði upp nánast hverfa. „Að sjálfsögðu.“ -Hvernig tilfinningar bærðust með þér? „Það voru auðvitað margvíslegar tilfinningar og ég ber þær ekkert á torg,“ svarar Einar. Þáttinn um Bolungarvík, þann fyrri af tveimur, má nálgast á efnisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Bolungarvík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22