Mögnuð endurkoma Dallas í lokaleikhlutanum | Vandræði Lakers halda áfram Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2022 07:28 Luka Doncic var stigahæsti maður vallarins í endurkomusigri Dallas Mavericks í nótt. AP Photo/Marcio Jose Sanchez NBA-deildin í körfubolta bauð upp á átta leiki í nótt. Þar á meðal vann Dallas Mavericks magnaðan endurkomusigur gegn Golden State Warriors, 107-101, eftir að hafa verið 19 stigum undir í fjórða leikhluta, og vandræði Los Angeles Lakers halda áfram eftir 28 stiga tap gegn New Orleans Pelicans, 123-95. Heimamenn í Golden State tóku forystuna strax í upphafi leiks gegn Dallas Mavericks og eftir fyrsta leikhluta var staðan 37-24, Stríðsmönnunum í vil. Þeir héldu svi forskoti sínu út hálfleikinn og fóru inn í hlé með 12 stiga forystu, 60-48. Það sama var uppi á teningnum í þriðja leikhluta þar sem heimamenn byggðu hægt og bítandi á forskot sitt. Þegar rétt tæpar tíu mínútur voru eftir af lokaleikhlutanum var munurinn orðinn 19 stig, 93-74. Þá vöknuðu gestirnir heldur betur til lífsins og skoruðu 26 stig gegn aðeins einu stigi heimamanna. Þetta var í fyrsta skipti í leiknum sem gestirnir náðu forystunni og þeir létu hana aldrei af hendi eftir það og unnu að lokum sex stiga sigur, 1047-101. Luka Doncic var stigahæsti maður vallarins með 34 stig fyrir DAllas Mavericks, en hann tók einnig 11 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Í liði Golden State var Steph Curry atkvæðamestur með 27 stig, fjögur fráköst og tíu stoðsendingar. Mavs pull off an unreal comeback on the Warriors and win 107-101 😱Dallas went on a 26-3 run 🤯 pic.twitter.com/8AjryQW76U— SportsCenter (@SportsCenter) February 28, 2022 Í leik Los Angeles Lakers og Nes Orelans Pelicans var ekki jafn mikil spenna. Nokkuð jafnræði var þó með liðunum í fyrri hálfleik, en að honum loknum var staðan 51-40, gestunum frá New Orleans í vil. Þeir tóku svo öll völd í þriðja leikhluta og gjörsamlega keyrðu yfir heimamenn. Pelíkanarnir náðu mest 32 stiga forskoti og unnu að lokum öruggan 28 stiga sigur, 123-95. Los Angeles-liðið hefur nú tapað þrem af seinustu fjórum leikjum sínum, og þá er liðið einnig án sigurs í átta af seinustu 11. LeBron James dró vagninn fyrir liðið í nótt og skoraði 32 stig. Í liði New Orleans dreifðist stigaskorið mun betur yfir liðið, en þar var CJ McCollum stigahæstur með 22 stig. Þá átti fyrrum Lakers-maðurinn Brandon Ingram flottan leik, en hann skorði 19 stig, tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar. Úrslit næturinnar Philadelphia 76ers 125-109 New York Knicks Utah Jazz 118-114 Phoenix Suns Boston Celtics 107-128 Indiana Pacers Detroit Pistons 127-126 Charlotte Hornets Los Angeles Clippers 99-98 Houston Rockets Dallas Mavericks 107-101 Golden State Warriors Denver Nuggets 124-92 Portland Trailblazers New Orleans Pelicans 123-95 Los Angeles Lakers NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Heimamenn í Golden State tóku forystuna strax í upphafi leiks gegn Dallas Mavericks og eftir fyrsta leikhluta var staðan 37-24, Stríðsmönnunum í vil. Þeir héldu svi forskoti sínu út hálfleikinn og fóru inn í hlé með 12 stiga forystu, 60-48. Það sama var uppi á teningnum í þriðja leikhluta þar sem heimamenn byggðu hægt og bítandi á forskot sitt. Þegar rétt tæpar tíu mínútur voru eftir af lokaleikhlutanum var munurinn orðinn 19 stig, 93-74. Þá vöknuðu gestirnir heldur betur til lífsins og skoruðu 26 stig gegn aðeins einu stigi heimamanna. Þetta var í fyrsta skipti í leiknum sem gestirnir náðu forystunni og þeir létu hana aldrei af hendi eftir það og unnu að lokum sex stiga sigur, 1047-101. Luka Doncic var stigahæsti maður vallarins með 34 stig fyrir DAllas Mavericks, en hann tók einnig 11 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Í liði Golden State var Steph Curry atkvæðamestur með 27 stig, fjögur fráköst og tíu stoðsendingar. Mavs pull off an unreal comeback on the Warriors and win 107-101 😱Dallas went on a 26-3 run 🤯 pic.twitter.com/8AjryQW76U— SportsCenter (@SportsCenter) February 28, 2022 Í leik Los Angeles Lakers og Nes Orelans Pelicans var ekki jafn mikil spenna. Nokkuð jafnræði var þó með liðunum í fyrri hálfleik, en að honum loknum var staðan 51-40, gestunum frá New Orleans í vil. Þeir tóku svo öll völd í þriðja leikhluta og gjörsamlega keyrðu yfir heimamenn. Pelíkanarnir náðu mest 32 stiga forskoti og unnu að lokum öruggan 28 stiga sigur, 123-95. Los Angeles-liðið hefur nú tapað þrem af seinustu fjórum leikjum sínum, og þá er liðið einnig án sigurs í átta af seinustu 11. LeBron James dró vagninn fyrir liðið í nótt og skoraði 32 stig. Í liði New Orleans dreifðist stigaskorið mun betur yfir liðið, en þar var CJ McCollum stigahæstur með 22 stig. Þá átti fyrrum Lakers-maðurinn Brandon Ingram flottan leik, en hann skorði 19 stig, tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar. Úrslit næturinnar Philadelphia 76ers 125-109 New York Knicks Utah Jazz 118-114 Phoenix Suns Boston Celtics 107-128 Indiana Pacers Detroit Pistons 127-126 Charlotte Hornets Los Angeles Clippers 99-98 Houston Rockets Dallas Mavericks 107-101 Golden State Warriors Denver Nuggets 124-92 Portland Trailblazers New Orleans Pelicans 123-95 Los Angeles Lakers
Philadelphia 76ers 125-109 New York Knicks Utah Jazz 118-114 Phoenix Suns Boston Celtics 107-128 Indiana Pacers Detroit Pistons 127-126 Charlotte Hornets Los Angeles Clippers 99-98 Houston Rockets Dallas Mavericks 107-101 Golden State Warriors Denver Nuggets 124-92 Portland Trailblazers New Orleans Pelicans 123-95 Los Angeles Lakers
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira