Körfubolti

Rússar lögðu Hollendinga örugglega að velli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Artem Komolov.
Artem Komolov. vísir/Getty

Rússar eru áfram taplausir á toppi H-riðils í undankeppni HM í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Hollendingum í Perm í Rússlandi í dag.

Mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með og höfðu Hollendingar eins stigs forystu í leikhléi, 35-36.

Í þriðja leikhluta lögðu heimamenn grunninn að sigrinum með því að vinna leikhlutann 27-15. Fór að lokum svo að Rússar unnu nokkuð öruggan ellefu stiga sigur, 80-69.

Artem Komolov var stigahæstur í liði Rússa með sautján stig. Charlon Kloof og Thomas Van Der Mars fóru fyrir sóknarleik Hollendinga með fjórtán stig hvor.

Ísland mætir Ítalíu í hinum leik dagsins í H-riðli og fer leikurinn fram að Ásvöllum í Hafnarfirði klukkan 20 í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.