Áfall fyrir topplið NBA: Chris Paul frá í sex til átta vikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 11:30 Chris Paul á ferðinni með boltann í leik með Phoenix Suns liðinu í vetur. AP/John Bazemore Chris Paul tók pínulítinn þátt í Stjörnuleik NBA deildarinnar í nótt en eftir hann bárust nánari fréttir af meiðslum kappans. Paul er brotinn á hægri þumalputta og má ekki spila næstu sex til átta vikurnar. Hann var með í Stjörnuleiknum en kom bara inn í tvær mínútur og menn tóku eftir umbúðum á hægri þumli hans. Suns guard Chris Paul will be out for the next six to eight weeks due to an avulsion fracture in his right thumb, a source confirmed to ESPN.The news was first reported by TNT. pic.twitter.com/Ec6Zmmelfw— ESPN (@espn) February 21, 2022 Paul hefur verið frábær í vetur og hefur stýrt Phoenix Suns til langbesta árangursins í NBA-deildinni. Hann mun missa af stærstu hluta þess sem er eftir af deildarkeppninni. Deildarkeppnin endar 10. apríl eða eftir tæpar átta vikur. Úrslitakeppnin hefst síðan 16. apríl. Paul er með 14,9 stig og 10,7 stoðsendingar að meðaltali í leik en enginn leikmaður í deildinni hefur gefið fleiri stoðsendingar í leik í vetur. Hann meiddist á þumalputtanum í þriðja leikhlutanum í sigri á Houston Rockets á miðvikudeginum í síðustu viku. Hann var reyndar rekinn út úr húsi eftir að hafa fengið tvær tæknivillur strax eftir atvikið þar sem hann meiddi sig. Suns liðið hefur unnið 48 leiki og aðeins tapað tíu leikjum. Liðið er með 6,5 sigurleikja forskot á næsta lið sem er Golden State Warriors. Flestir voru búnir að gefa sér að Suns myndi enda með besta árangurinn í deildinni en þessi meiðsli leikstjórnandans og hins mikla leiðtoga liðsins gæti boðið upp á erfiðan lokakafla hjá Phoenix liðinu. Chris Paul var heiðraður fyrir leikinn í gær þegar hann fékk fyrstur allra Kobe og Gigi Bryant verðlaunin sem WNBA deildin gefur leikmanni í NBA fyrir frábært framlag sitt til að efla stelpu- og kvennakörfu. Chris Paul has been named the first ever recipient of the Kobe and Gigi Bryant WNBA Advocacy Award, given for a player's contributions to the advancement of girls' and women's basketball.Vanessa Bryant and the WNBA will present the award to Paul tonight. pic.twitter.com/HHOwFfriRE— The Athletic (@TheAthletic) February 20, 2022 NBA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Paul er brotinn á hægri þumalputta og má ekki spila næstu sex til átta vikurnar. Hann var með í Stjörnuleiknum en kom bara inn í tvær mínútur og menn tóku eftir umbúðum á hægri þumli hans. Suns guard Chris Paul will be out for the next six to eight weeks due to an avulsion fracture in his right thumb, a source confirmed to ESPN.The news was first reported by TNT. pic.twitter.com/Ec6Zmmelfw— ESPN (@espn) February 21, 2022 Paul hefur verið frábær í vetur og hefur stýrt Phoenix Suns til langbesta árangursins í NBA-deildinni. Hann mun missa af stærstu hluta þess sem er eftir af deildarkeppninni. Deildarkeppnin endar 10. apríl eða eftir tæpar átta vikur. Úrslitakeppnin hefst síðan 16. apríl. Paul er með 14,9 stig og 10,7 stoðsendingar að meðaltali í leik en enginn leikmaður í deildinni hefur gefið fleiri stoðsendingar í leik í vetur. Hann meiddist á þumalputtanum í þriðja leikhlutanum í sigri á Houston Rockets á miðvikudeginum í síðustu viku. Hann var reyndar rekinn út úr húsi eftir að hafa fengið tvær tæknivillur strax eftir atvikið þar sem hann meiddi sig. Suns liðið hefur unnið 48 leiki og aðeins tapað tíu leikjum. Liðið er með 6,5 sigurleikja forskot á næsta lið sem er Golden State Warriors. Flestir voru búnir að gefa sér að Suns myndi enda með besta árangurinn í deildinni en þessi meiðsli leikstjórnandans og hins mikla leiðtoga liðsins gæti boðið upp á erfiðan lokakafla hjá Phoenix liðinu. Chris Paul var heiðraður fyrir leikinn í gær þegar hann fékk fyrstur allra Kobe og Gigi Bryant verðlaunin sem WNBA deildin gefur leikmanni í NBA fyrir frábært framlag sitt til að efla stelpu- og kvennakörfu. Chris Paul has been named the first ever recipient of the Kobe and Gigi Bryant WNBA Advocacy Award, given for a player's contributions to the advancement of girls' and women's basketball.Vanessa Bryant and the WNBA will present the award to Paul tonight. pic.twitter.com/HHOwFfriRE— The Athletic (@TheAthletic) February 20, 2022
NBA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira