„Held að mörg lið öfundi KR af þessum strákum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2022 12:31 Þorvaldur Orri var frábær gegn Vestra. Vísir/Elín Björg KR vann góðan sigur á Vestra í Subway-deild karla á dögunum. Ungir leikmenn liðsins stálu senunni og voru til tals í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. „Það er asnalegt að segja það með KR-ingana í 9. eða 10. sæti en þeir jákvæðu hlutir sem eru að gerast eru að uppaldir strákar eru að fá helling af mínútum. Það mun skila sér innan örfárra ára,“ sagði Sævar Sævarsson um ungu og efnilegu leikmenn KR-liðsins. Í kjölfarið var farið yfir frammistöðu Þorvaldar Orra Árnasonar í sigri KR á Vestra. „Hann er með langar hendur, skemmtilegar hreyfingar. Laumar sér þarna án bolta og margt til í þessum strák,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson um frammistöðu Þorvaldar Orra gegn Vestra. „Ég er sammála Sævari, ég held að mörg lið öfundi KR af þessum strákum. Þetta er rosalega dýrmætt ár fyrir þessa stráka að fá þessa spilamennsku. Sumir hafi verið að gagnrýna að KR-ingar hafi sótt útlendinga og ætli að reyna við titilinn, eins og margir aðrir. Þá eru þessir strákar að fara spila eitthvað minna, KR þekkir ekkert annað en að reyna við titilinn,“ bætti Teitur Örlygsson við. Klippa: KBK: Ungir leikmenn KR „Þeir eru að fá hellings mínútur núna sem verða dýrmætar ef þeir koma liðinu í úrslitakeppnina. Þeir eru eins og staðan er í dag þremur sigurleikjum frá Keflavík sem er í 3. sæti þrátt fyrir að vera í 10. sæti, þetta er rosalega stutt,“ bætti Sævar við. Þorvaldur Orri var ekki eini ungi KR-ingurinn sem fékk athygli í þættinum en hálfnafni hans, Almar Orri Atlason, „Þegar hann setur þriggja stiga skotin sín þá er ýmislegt spunnið í þennan strák.“ Hér að ofan má sjá umræðuna um þá Þorvald og Almar Orra sem og nokkrar af körfum þeirra gegn Vestra en samtals skoruðu þeir 34 stig í leiknum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Sjá meira
„Það er asnalegt að segja það með KR-ingana í 9. eða 10. sæti en þeir jákvæðu hlutir sem eru að gerast eru að uppaldir strákar eru að fá helling af mínútum. Það mun skila sér innan örfárra ára,“ sagði Sævar Sævarsson um ungu og efnilegu leikmenn KR-liðsins. Í kjölfarið var farið yfir frammistöðu Þorvaldar Orra Árnasonar í sigri KR á Vestra. „Hann er með langar hendur, skemmtilegar hreyfingar. Laumar sér þarna án bolta og margt til í þessum strák,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson um frammistöðu Þorvaldar Orra gegn Vestra. „Ég er sammála Sævari, ég held að mörg lið öfundi KR af þessum strákum. Þetta er rosalega dýrmætt ár fyrir þessa stráka að fá þessa spilamennsku. Sumir hafi verið að gagnrýna að KR-ingar hafi sótt útlendinga og ætli að reyna við titilinn, eins og margir aðrir. Þá eru þessir strákar að fara spila eitthvað minna, KR þekkir ekkert annað en að reyna við titilinn,“ bætti Teitur Örlygsson við. Klippa: KBK: Ungir leikmenn KR „Þeir eru að fá hellings mínútur núna sem verða dýrmætar ef þeir koma liðinu í úrslitakeppnina. Þeir eru eins og staðan er í dag þremur sigurleikjum frá Keflavík sem er í 3. sæti þrátt fyrir að vera í 10. sæti, þetta er rosalega stutt,“ bætti Sævar við. Þorvaldur Orri var ekki eini ungi KR-ingurinn sem fékk athygli í þættinum en hálfnafni hans, Almar Orri Atlason, „Þegar hann setur þriggja stiga skotin sín þá er ýmislegt spunnið í þennan strák.“ Hér að ofan má sjá umræðuna um þá Þorvald og Almar Orra sem og nokkrar af körfum þeirra gegn Vestra en samtals skoruðu þeir 34 stig í leiknum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Sjá meira