Viðskipti innlent

Anna Fríða ráðin for­stöðu­maður markaðs­mála hjá Play

Atli Ísleifsson skrifar
Anna Fríða Gísladóttir.
Anna Fríða Gísladóttir. Play

Anna Fríða Gísladóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Hún tekur við stöðunni af Steinari Þór Ólafssyni.

Í tilkynningu frá Play segir að hún muni leiða markaðsstarf félagsins og fara fyrir áframhaldandi uppbyggingu á ásýnd félagsins. 

„Anna Fríða tekur við stöðu forstöðumanns markaðsmála af Steinari Þór Ólafssyni. PLAY þakkar Steinari fyrir vel unnin störf hjá flugfélaginu og óskar honum velfarnaðar í komandi verkefnum.

Anna Fríða er 31 árs og kemur til PLAY frá BIOEFFECT. Þar starfaði hún sem Brand & Campaign Manager á alþjóðavísu ásamt því að sjá um markaðsmál fyrirtækisins á Íslandi. Þar áður var Anna Fríða markaðsstjóri Domino´s á Íslandi í 7 ár og sat í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hún á einnig sæti í stjórn ÍMARK, samtökum markaðsfólks á Íslandi, og sér um vikulegan lið á samfélagsmiðlum ÍMARK þar sem farið er yfir fréttir vikunnar í heimi markaðsmála á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. 


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×