Anna Fríða Gísladóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Hún tekur við stöðunni af Steinari Þór Ólafssyni.
Í tilkynningu frá Play segir að hún muni leiða markaðsstarf félagsins og fara fyrir áframhaldandi uppbyggingu á ásýnd félagsins.
„Anna Fríða tekur við stöðu forstöðumanns markaðsmála af Steinari Þór Ólafssyni. PLAY þakkar Steinari fyrir vel unnin störf hjá flugfélaginu og óskar honum velfarnaðar í komandi verkefnum.
Anna Fríða er 31 árs og kemur til PLAY frá BIOEFFECT. Þar starfaði hún sem Brand & Campaign Manager á alþjóðavísu ásamt því að sjá um markaðsmál fyrirtækisins á Íslandi. Þar áður var Anna Fríða markaðsstjóri Domino´s á Íslandi í 7 ár og sat í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hún á einnig sæti í stjórn ÍMARK, samtökum markaðsfólks á Íslandi, og sér um vikulegan lið á samfélagsmiðlum ÍMARK þar sem farið er yfir fréttir vikunnar í heimi markaðsmála á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.
Flugfélagið PLAY getur boðið lægstu fargjöldin á flugi frá New York til Evrópu eftir að hafa náð hagstæðum samningum við lítinn flugvöll í nágrenni borgarinnar. Flugfélagið tryggði sér þannig mun betri kjör en keppinautar þess fá á stærri og þekktari flugvöllum í New York.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.