Viðskipti erlent

Fjarlægja sögufræga brú fyrir ofursnekkju Bezos

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
De Hef, brúin sögufræga, sem meðal annars lifði af miklar loftárásir í seinni heimsstyrjöldinni.
De Hef, brúin sögufræga, sem meðal annars lifði af miklar loftárásir í seinni heimsstyrjöldinni. Getty

Borgaryfirvöld í Rotterdam hafa staðfest að þau hyggist taka niður sögufræga brú í borginni, svo glæný ofursnekkja auðkýfingsins Jeff Bezos, sem er í smíðum í borginni, geti siglt burt.

Ofursnekkja Bezos, sem verður sú stærsta sinnar tegundar, er nú í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Oceano í Rotterdam. Eina leiðin til að koma snekkjunni til sjós eftir að hún verður fullkláruð er framhjá brúnni.

Brúin, sem kallast De Hef, var reist árið 1877. Ráðist var í miklar endurbætur á brúnni á árunum 2014 til 2017 og var þá tekið fram að hún yrði ekki tekin í sundur á nýjan leik.

Það hefur þó breyst nú en ráðgert er að taka miðhluta hennar burt tímabunduð svo að ofursnekkjan, sem er 127 metra löng og fjörutíu metra há, komist framhjá brúnni.

Röksemdirnar sem gefnar eru fyrir því ákveðið var að taka niður brúnna eru þær að efnahagsleg áhrif skipasmíða fyrir Rotterdam séu mikil, og þar spili ofursnekkja Bezos lykilhlutverk. Bezos, einn ríkasti maður heims, mun greiða reikninginn fyrir verkinu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.