„Horfum þrjú ár fram í tímann“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 2. febrúar 2022 21:09 Grindavík beið lægri hlut fyrir Keflavík í kvöld. Hulda Margrét Grindavík beið lægri hlut fyrir Keflavík í Subway deildinni í körfubolta í kvöld en þrátt fyrir það er engan bilbug að finna á Grindavíkurkonum. Grindavík missti Keflavík nokkuð langt fram úr sér undir lok leiks í kvöld og töpuðu að lokum með 20 stigum. Ég spurði Bryndísi Gunnlaugsdóttur, aðstoðarþjálfara Grindavíkur, hvað hefði farið úrskeiðis þegar leið á leikinn „Ég held að það hafi aðallega bara verið trúin. Við höfðum ekki nægilega mikla trú á verkefninu til að klára þennan leik, því þetta er alls ekki 20 stiga leikur. Það voru þarna síðustu 3-4 mínúturnar sem það fór að fjara undan þessu. Það var margt í varnarleiknum sem við gátum gert miklu betur, og höfum gert betur í vetur. Í sóknarleiknum vantaði líka bara miklu meiri trú, sérstaklega á móti svæðisvörninni. Þar vorum við að fá opin skot aftur og aftur en annað hvort tókum þau ekki eða hittum ekki.“ Daniela Wallen Morillo átti sannkallaðan stórleik í kvöld, endaði með 35 stig og 53 framlagspunkta, sem er jöfnun á bestu frammistöðu vetrarins í deildinni. Grindavík átti fá svör við hennar frammistöðu í kvöld. „Hún er frábær leikmaður og átti frábæran leik í dag. Við eigum samt að geta stoppað hana og höfum gert það áður. Við þurfum bara að fara yfir þetta en við eigum eftir að mæta Keflavík einu sinni enn í vetur og þá gerum við betur.“ Grindavík hefur ekki verið að tapa mörgum leikjum stórt í vetur þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni, en þær eru með næst besta sóknarlið deildarinnar. Það virðist þó oft vanta herslumuninn til að klára jafna leiki. Ég spurði Bryndísi hvort hún væri með einhverjar lausnir á þessu vandamáli. „Við þurfum að læra að klára leiki. Það er stundum eins og við sjáum að við getum unnið en þá kemur upp smá stress en það er líka bara vegna þess að við erum með ungar íslenskar stelpur sem við viljum að taki ábyrgð. Við viljum að þær læri af þessu og við Lalli höfum fulla trú á þeim og að þetta sé allt að koma. Við erum búnar að vera betri í hverjum leik og við erum að horfa þrjú ár fram í tímann og þessar stelpur munu klára leiki í framtíðinni. Við viljum að þessar íslensku stelpur taki ábyrgð, spili stór hlutverk og taki þessi stóru skot.“ Það voru töluverð forföll hjá Grindavík í kvöld, þrír lykilleikmenn í sóttkví og Alexandra Eva sem nýlega gekk til liðs við liðið með slitið krossband og leikur ekki meira með á tímabilinu. Bryndís vildi þó ekki gera of mikið úr þessum aðstæðum, það væru öll lið að eiga við svipaða hluti þetta tímabilið. „Þetta er bara eins og öll lið hafa verið að kljást við í vetur. Einhver með covid, einhver í sóttkví, einhver meiddur. Þetta er bara það sem maður þarf að takast á við en auðvitað munar um þær fjórar hér í dag en körfubolti er með 5 leikmenn inná í hvoru liði og við vorum átta hér í kvöld. Mér finnst samt leiðinleg þessi nýja regla hjá KKÍ að það sé ekki hægt að setja yngri flokka leikmenn á leikmannalistann eftir 31. janúar. Það hefði verið gaman að gefa þeim tækifæri að hita upp með okkur og fá smjörþefinn fyrir framtíðina, en svona eru reglurnar og við verðum bara að fara eftir þeim.“ Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 85-65 | Öruggur Keflavíkursigur Keflavík vann öruggan sigur á nágrönnum sínum úr Grindavík í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 2. febrúar 2022 19:40 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Grindavík missti Keflavík nokkuð langt fram úr sér undir lok leiks í kvöld og töpuðu að lokum með 20 stigum. Ég spurði Bryndísi Gunnlaugsdóttur, aðstoðarþjálfara Grindavíkur, hvað hefði farið úrskeiðis þegar leið á leikinn „Ég held að það hafi aðallega bara verið trúin. Við höfðum ekki nægilega mikla trú á verkefninu til að klára þennan leik, því þetta er alls ekki 20 stiga leikur. Það voru þarna síðustu 3-4 mínúturnar sem það fór að fjara undan þessu. Það var margt í varnarleiknum sem við gátum gert miklu betur, og höfum gert betur í vetur. Í sóknarleiknum vantaði líka bara miklu meiri trú, sérstaklega á móti svæðisvörninni. Þar vorum við að fá opin skot aftur og aftur en annað hvort tókum þau ekki eða hittum ekki.“ Daniela Wallen Morillo átti sannkallaðan stórleik í kvöld, endaði með 35 stig og 53 framlagspunkta, sem er jöfnun á bestu frammistöðu vetrarins í deildinni. Grindavík átti fá svör við hennar frammistöðu í kvöld. „Hún er frábær leikmaður og átti frábæran leik í dag. Við eigum samt að geta stoppað hana og höfum gert það áður. Við þurfum bara að fara yfir þetta en við eigum eftir að mæta Keflavík einu sinni enn í vetur og þá gerum við betur.“ Grindavík hefur ekki verið að tapa mörgum leikjum stórt í vetur þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni, en þær eru með næst besta sóknarlið deildarinnar. Það virðist þó oft vanta herslumuninn til að klára jafna leiki. Ég spurði Bryndísi hvort hún væri með einhverjar lausnir á þessu vandamáli. „Við þurfum að læra að klára leiki. Það er stundum eins og við sjáum að við getum unnið en þá kemur upp smá stress en það er líka bara vegna þess að við erum með ungar íslenskar stelpur sem við viljum að taki ábyrgð. Við viljum að þær læri af þessu og við Lalli höfum fulla trú á þeim og að þetta sé allt að koma. Við erum búnar að vera betri í hverjum leik og við erum að horfa þrjú ár fram í tímann og þessar stelpur munu klára leiki í framtíðinni. Við viljum að þessar íslensku stelpur taki ábyrgð, spili stór hlutverk og taki þessi stóru skot.“ Það voru töluverð forföll hjá Grindavík í kvöld, þrír lykilleikmenn í sóttkví og Alexandra Eva sem nýlega gekk til liðs við liðið með slitið krossband og leikur ekki meira með á tímabilinu. Bryndís vildi þó ekki gera of mikið úr þessum aðstæðum, það væru öll lið að eiga við svipaða hluti þetta tímabilið. „Þetta er bara eins og öll lið hafa verið að kljást við í vetur. Einhver með covid, einhver í sóttkví, einhver meiddur. Þetta er bara það sem maður þarf að takast á við en auðvitað munar um þær fjórar hér í dag en körfubolti er með 5 leikmenn inná í hvoru liði og við vorum átta hér í kvöld. Mér finnst samt leiðinleg þessi nýja regla hjá KKÍ að það sé ekki hægt að setja yngri flokka leikmenn á leikmannalistann eftir 31. janúar. Það hefði verið gaman að gefa þeim tækifæri að hita upp með okkur og fá smjörþefinn fyrir framtíðina, en svona eru reglurnar og við verðum bara að fara eftir þeim.“
Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 85-65 | Öruggur Keflavíkursigur Keflavík vann öruggan sigur á nágrönnum sínum úr Grindavík í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 2. febrúar 2022 19:40 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Grindavík 85-65 | Öruggur Keflavíkursigur Keflavík vann öruggan sigur á nágrönnum sínum úr Grindavík í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 2. febrúar 2022 19:40