Handbolti

Bjarni skoraði fimm í sigri Skövde

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fimm mörk í kvöld.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fimm mörk í kvöld. Skövde

Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fimm mörk fyrir Skövde er liðið tók á móti Aranas í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Bjarni og félagar unnu þriggja marka sigur, 33-30.

Heimamenn í Skövde leiddu nánast allan fyrri hálfleikinn og náðu mest fimm marka forskoti stuttu fyrir hlé. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 16-12, Skövde í vil.

Bjarni og félagar héldu gestunum í hæfilegri fjarlægð allan síðari hálfleikinn og unnu að lokum þriggja marka sigur, 33-30.

Bjarni skoraði eins og áður segir fimm mörk fyrir heimamenn, en Skövde er nú í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig eftir 16 leiki, aðeins fimm stigum á eftir toppliði Savehof sem hefur leikið einum leik meira.

Aranas situr hins vegar í 11. sæti deildarinnar með 11 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.