Lífið í Urriðaholti Vera Rut Ragnarsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 16:01 Garðabær er sístækkandi bæjarfélag. Á síðasta ári stækkaði sveitarfélagið hlutfallslega mest meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sjálf bý ég í Urriðaholti sem er nýjasta hverfi í Garðabæ, hverfi sem byggir á þeirri hugsjón að íbúðabyggð eigi að hámarka lífsgæði fólks og ekki þurfi að fara langt til að sækja þjónustu. Áhersla er á blöndun íbúðaforma svo fjölbreytni íbúa sé mikil og allir finni það sem hentar sér. Urriðaholtið hefur hlotið vistvottun samkvæmt vottunarkerfi Breeam Communities. Fyrir íbúa Urriðaholts þýðir það að gönguleiðir í skóla og leikskóla eru stuttar og öruggar, gert er ráð fyrir mismunandi ferðamátum og götur eru hafðar þröngar í þeim tilgangi að draga úr umferðarhraða. Stutt er í verslun og þjónustu, barnvæn leiksvæði og í óspillta náttúruna. Fimm víra rafmagnskerfi dregur úr rafmengun og ljósmengun er minni utandyra með því að hafa þægilega lýsingu. Á kvöldin fá því stjörnubjartar næturnar að njóta sín, sem er ekki algeng sjón í þéttbýli. Ofanvatnslausnir eru sjálfbærar og tryggja hringrás vatns í hverfinu svo lífríki raskist ekki. Hverfið er enn í uppbyggingu og áætlanir gera ráð fyrir að það verði tilbúið árið 2024. Í Urriðaholti er Dæinn, notalegt kaffihús og vínbar sem vel er sótt og veitingarstaðurinn 212 opnar von bráðar. Snjallverslunin Nær er væntanleg, verslun sem verður opin allan sólarhringinn þar sem fólk getur verslað og greitt í símanum, án aðkomu starfsmanna. Í Urriðaholti er líka jógastúdió, skartgripabúð og aðrar sérvöruverslanir. Einstakt samfélag Margir Garðbæingar eiga erfitt með að tengja Urriðaholtið við Garðabæ og ég var þeirra á meðal. Ég er alin upp í Garðabæ og fannst holtið vera úthverfi og varla tengt bænum. Heldur væri hverfið sjálfstæð eining, nokkurs konar þorp. Að mörgu leiti er það raunar upplifunin nú þegar ég bý í holtinu og ég fæ stundum á tilfinninguna að ég búi í smábæ. Eins og áður sagði eru íbúar hér flestir ungir og mörg höfum við það sameiginlegt að við ólumst upp í Garðabæ. Bekkjarfélagar dóttur minnar eru margir hverjir börn bekkjarfélaga minna úr grunn- og leikskóla. Það er mikil nágrannakærleikur, vinasambönd myndast í blokkum og á stigagöngum, bæði hjá börnum og fullorðnum. Heilu fjölskyldurnar hafa flutt saman hingað, svo dæmi sé tekið flutti par hér í Urriðaholt, ári seinna kom systir konunnar, stuttu eftir það foreldrar þeirra og loks þriðja systirin. Þetta minnir á Garðabæ þegar ég var lítil, þegar bærinn var svo lítill að það þekktust „allir“. Gott að búa í Urriðaholti Urriðaholt er stundum kallað þorpið við vatnið. Urriðakotsvatn er sunnan megin við hverfið, Heiðmörk er austan megin og Búrfellshraun eða Vífilsstaðahraun er að norðanverðu. Það er því stutt að fara út í náttúruna hvaðan sem er í hverfinu og þó að Urriðaholt sé umkringt óspilltri náttúru þá er hverfið með beina tengingu við Reykjanesbraut og fljótlegt að fara í aðra hluta höfuðborgarsvæðisins. Í dag telur hverfið tæplega 3000 manns og fer hratt stækkandi, áætlað er að íbúar Urriðaholts telji um 5000 manns og verður þá um fjórðungur Garðabæjar. Tengingar milli bæjarhluta Þó að þjónustan sé góð í Holtinu er mikil þörf á betri tenginum við miðbæinn okkar, í dag þarf að ganga yfir umferðarþunga brú til þess að komast á göngustíg sem tengir saman Austurhraun og Flatirnar. Það eru 11 akreinar sem þarf að fara yfir. Foreldrar eru hræddir við að senda börn sín á hjóli t.d. í Tónlistaskólann eða í Ásgarð því samgöngurnar eins og þær eru í dag eru hættulegar, það sýndi sig þegar hræðilegt banaslys varð á síðasta ári. Mín einlæga sýn er sú að það þurfi að tengja Urriðaholtið betur, hvort heldur með undirgöngum eða göngubrú yfir Reykjanesbrautina. Það er gott að búa í Urriðaholti og verður enn betra með betri samgöngum. Höfundur sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Sjá meira
Garðabær er sístækkandi bæjarfélag. Á síðasta ári stækkaði sveitarfélagið hlutfallslega mest meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sjálf bý ég í Urriðaholti sem er nýjasta hverfi í Garðabæ, hverfi sem byggir á þeirri hugsjón að íbúðabyggð eigi að hámarka lífsgæði fólks og ekki þurfi að fara langt til að sækja þjónustu. Áhersla er á blöndun íbúðaforma svo fjölbreytni íbúa sé mikil og allir finni það sem hentar sér. Urriðaholtið hefur hlotið vistvottun samkvæmt vottunarkerfi Breeam Communities. Fyrir íbúa Urriðaholts þýðir það að gönguleiðir í skóla og leikskóla eru stuttar og öruggar, gert er ráð fyrir mismunandi ferðamátum og götur eru hafðar þröngar í þeim tilgangi að draga úr umferðarhraða. Stutt er í verslun og þjónustu, barnvæn leiksvæði og í óspillta náttúruna. Fimm víra rafmagnskerfi dregur úr rafmengun og ljósmengun er minni utandyra með því að hafa þægilega lýsingu. Á kvöldin fá því stjörnubjartar næturnar að njóta sín, sem er ekki algeng sjón í þéttbýli. Ofanvatnslausnir eru sjálfbærar og tryggja hringrás vatns í hverfinu svo lífríki raskist ekki. Hverfið er enn í uppbyggingu og áætlanir gera ráð fyrir að það verði tilbúið árið 2024. Í Urriðaholti er Dæinn, notalegt kaffihús og vínbar sem vel er sótt og veitingarstaðurinn 212 opnar von bráðar. Snjallverslunin Nær er væntanleg, verslun sem verður opin allan sólarhringinn þar sem fólk getur verslað og greitt í símanum, án aðkomu starfsmanna. Í Urriðaholti er líka jógastúdió, skartgripabúð og aðrar sérvöruverslanir. Einstakt samfélag Margir Garðbæingar eiga erfitt með að tengja Urriðaholtið við Garðabæ og ég var þeirra á meðal. Ég er alin upp í Garðabæ og fannst holtið vera úthverfi og varla tengt bænum. Heldur væri hverfið sjálfstæð eining, nokkurs konar þorp. Að mörgu leiti er það raunar upplifunin nú þegar ég bý í holtinu og ég fæ stundum á tilfinninguna að ég búi í smábæ. Eins og áður sagði eru íbúar hér flestir ungir og mörg höfum við það sameiginlegt að við ólumst upp í Garðabæ. Bekkjarfélagar dóttur minnar eru margir hverjir börn bekkjarfélaga minna úr grunn- og leikskóla. Það er mikil nágrannakærleikur, vinasambönd myndast í blokkum og á stigagöngum, bæði hjá börnum og fullorðnum. Heilu fjölskyldurnar hafa flutt saman hingað, svo dæmi sé tekið flutti par hér í Urriðaholt, ári seinna kom systir konunnar, stuttu eftir það foreldrar þeirra og loks þriðja systirin. Þetta minnir á Garðabæ þegar ég var lítil, þegar bærinn var svo lítill að það þekktust „allir“. Gott að búa í Urriðaholti Urriðaholt er stundum kallað þorpið við vatnið. Urriðakotsvatn er sunnan megin við hverfið, Heiðmörk er austan megin og Búrfellshraun eða Vífilsstaðahraun er að norðanverðu. Það er því stutt að fara út í náttúruna hvaðan sem er í hverfinu og þó að Urriðaholt sé umkringt óspilltri náttúru þá er hverfið með beina tengingu við Reykjanesbraut og fljótlegt að fara í aðra hluta höfuðborgarsvæðisins. Í dag telur hverfið tæplega 3000 manns og fer hratt stækkandi, áætlað er að íbúar Urriðaholts telji um 5000 manns og verður þá um fjórðungur Garðabæjar. Tengingar milli bæjarhluta Þó að þjónustan sé góð í Holtinu er mikil þörf á betri tenginum við miðbæinn okkar, í dag þarf að ganga yfir umferðarþunga brú til þess að komast á göngustíg sem tengir saman Austurhraun og Flatirnar. Það eru 11 akreinar sem þarf að fara yfir. Foreldrar eru hræddir við að senda börn sín á hjóli t.d. í Tónlistaskólann eða í Ásgarð því samgöngurnar eins og þær eru í dag eru hættulegar, það sýndi sig þegar hræðilegt banaslys varð á síðasta ári. Mín einlæga sýn er sú að það þurfi að tengja Urriðaholtið betur, hvort heldur með undirgöngum eða göngubrú yfir Reykjanesbrautina. Það er gott að búa í Urriðaholti og verður enn betra með betri samgöngum. Höfundur sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun