Andri Snær: Við vitum hvað býr í okkur Ester Ósk Árnadóttir skrifar 29. janúar 2022 19:00 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var ánægður með sigurinn á Valskonum í dag. Vísir/Hulda Margrét „Þetta var frábær sigur hjá okkur. Við vorum mjög ferskar í dag, vörnin var frábær og við fengum góða markvörslu. Svo vorum við einnig ferskar sóknarlegar og fengum framlag frá mörgum leikmönnum þannig þetta var bara glæsilegur sigur,“ sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir 28-23 sigur á Val í KA heimilinu í dag. „Við náðum að loka vel á þeirra helstu vopn í sóknarleiknum og fengum líka auðveld mörk úr hraðaupphlaupum sem telja mikið upp á sjálfstraustið. Við fórum með 4 marka forystu inn í hálfleikinn og fundum að við vorum með þær. Við héldum bara áfram í seinni hálfleik og spiluðum frábæran leik. Þetta var sennilega okkar besti leikur í langan tíma.“ Þegar um átta mínútur voru eftir af leiknum náði KA/Þór níu marka forystu og Andri Snær fór að rúlla vel á liðinu. „Það var mjög gott að ná svona góðri forystu, við gátum farið að rúlla á allskonar. Vissulega saknaði Valur mikilvægra leikmanna og allt það en við hugsum um okkur og náðum að keyra þetta í 60 mínútur, góður sigur.“ „Við erum með þriðja flokks stelpur sem eru að fara að spila leik núna á eftir og þær fengu nokkrar mínútur, eiginlega bara upphitun fyrir sinn leik. Við náðum að halda þessu svolítið fersku, náðum að halda orkunni upp á tíu og það taldi svolítið mikið. Þær voru með fáa leikmenn á skýrslu en við náðum að dreifa svolítið álaginu og það var svolítið stórt í þessum leik.“ KA/Þór saxaði á Val sem er öðru sæti deildarinnar en nú munar einu stigi á liðunum sem sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar. „Valur er með frábært lið og búnar að spila frábærlega í allan vetur og þess vegna var það gott fyrir okkur að ná í þennan sigur. Við vitum hvað býr í okkur. Við erum að endurheimta leikmenn úr meiðslum og erum að vinna áfram í okkar málum. Við erum með fullt af hlutum sem við getum gert miklu betur þannig að við ætlum bara að halda áfram. Það er leikur á miðvikudaginn sem við þurfum að mæta klárar í.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Sjá meira
„Við náðum að loka vel á þeirra helstu vopn í sóknarleiknum og fengum líka auðveld mörk úr hraðaupphlaupum sem telja mikið upp á sjálfstraustið. Við fórum með 4 marka forystu inn í hálfleikinn og fundum að við vorum með þær. Við héldum bara áfram í seinni hálfleik og spiluðum frábæran leik. Þetta var sennilega okkar besti leikur í langan tíma.“ Þegar um átta mínútur voru eftir af leiknum náði KA/Þór níu marka forystu og Andri Snær fór að rúlla vel á liðinu. „Það var mjög gott að ná svona góðri forystu, við gátum farið að rúlla á allskonar. Vissulega saknaði Valur mikilvægra leikmanna og allt það en við hugsum um okkur og náðum að keyra þetta í 60 mínútur, góður sigur.“ „Við erum með þriðja flokks stelpur sem eru að fara að spila leik núna á eftir og þær fengu nokkrar mínútur, eiginlega bara upphitun fyrir sinn leik. Við náðum að halda þessu svolítið fersku, náðum að halda orkunni upp á tíu og það taldi svolítið mikið. Þær voru með fáa leikmenn á skýrslu en við náðum að dreifa svolítið álaginu og það var svolítið stórt í þessum leik.“ KA/Þór saxaði á Val sem er öðru sæti deildarinnar en nú munar einu stigi á liðunum sem sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar. „Valur er með frábært lið og búnar að spila frábærlega í allan vetur og þess vegna var það gott fyrir okkur að ná í þennan sigur. Við vitum hvað býr í okkur. Við erum að endurheimta leikmenn úr meiðslum og erum að vinna áfram í okkar málum. Við erum með fullt af hlutum sem við getum gert miklu betur þannig að við ætlum bara að halda áfram. Það er leikur á miðvikudaginn sem við þurfum að mæta klárar í.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Sjá meira