Viðskipti innlent

Ólafur Örn nýr fram­kvæmda­stjóri Mirac­le

Atli Ísleifsson skrifar
Ólafur Örn Nielsen.
Ólafur Örn Nielsen. Aðsend

Ólafur Örn Nielsen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Miracle.

Í tilkynningu segir að Ólafur Örn hafi frá miðju síðasta ári leitt uppbyggingu ráðgjafar félagsins á sviði skýjalausna. 

„Ólafur Örn hefur í rúm 15 ár starfað í upplýsingatækni við hugbúnaðarþróun, markaðsmál, stjórnun og rekstur fyrirtækja. Hann var áður aðstoðarforstjóri Opinna Kerfa, framkvæmdastjóri Kolibri, vefmarkaðsstjóri WOW air og hefur auk þess starfað sem stjórnendaráðgjafi.

Miracle er ráðgjafarfyrirtæki á sviði upplýsingatækni, stofnað 2003 og hefur sérhæft sig í umsjón, þróun og úrvinnslu gagna, rekstri gagnakerfa, hönnun skýjalausna og tæknilegri stefnumótun fyrir fyrirtæki og stofnanir. Meðal viðskiptavina félagsins eru Íslandsbanki, Hagar, Arion Banki, Salt Pay, Isavia, Íslensk erfðagreining og Seðlabanki Íslands.

Starfsmenn Miracle, sem eru í dag um 25, eru með vottanir frá Microsoft, Oracle og í skýjalausnum á borð við AWS og Azure. Með ráðningu Ólafs Arnar stendur til að efla enn frekar þjónustu fyrirtækisins á sviði skýjalausna og stafrænnar þróunar.

Ólafur Örn er kvæntur Árdísi Hrafnsdóttur lögfræðingi og saman eiga þau þrjú börn,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.