Innherji

Þorsteinn snýr aftur í leikjabransann með Rocky Road sem landaði 300 milljónum

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Vala Halldórsdóttir, Þorsteinn B. Friðriksson og Sveinn Davíðsson, stofnendur Rocky Road.
Vala Halldórsdóttir, Þorsteinn B. Friðriksson og Sveinn Davíðsson, stofnendur Rocky Road. Aðsend mynd

Hið íslenska tölvuleikjafyrirtæki Rocky Road hefur lokið fyrsta áfanga fjármögnunar upp á tvær og hálfa milljón Bandaríkjadala sem jafngildir 326 milljónum íslenskra króna. 

Rocky Road vinnur að gerð nýs fjölspilunarleiks fyrir farsíma með áherslu á einfaldleika og skemmtanagildi fyrir stærri markhóp á heimsvísu.

Rocky Road var stofnað af Þorsteini B. Friðrikssyni, Völu Halldórsdóttur og Sveini Davíðssyni sem öll störfuðu saman hjá tölvuleikjafyrirtækinu Plain Vanilla sem framleiddi hinn vinsæla leik Quiz Up.

Vísissjóðurinn Crowberry Capital auk Sisu Game Ventures eru leiðandi fjárfestar í fyrirtækinu. Rocky Road hefur starfsstöðvar bæði í Kíev og í Reykjavík og stefnir á frekari vöxt á allra næstu misserum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×