The Moogies naut ekki mikilla vinsælda og þá leitaði fyrirtækið á ný mið. Útkoman varð QuizUp, spurningaleikur fyrir snjalltæki. Leikurinn naut töluverða vinsælda og starfsemi fyrirtækisins jókst hratt.
Í lok árs 2013 bárust fréttir af því að hluthafar Plain Vanilla hefðu hafnað tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games.
Þorsteinn Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla, ræddi hraðan uppgang fyrirtækisins við Þorbjörn Þórðarson í Klinkinu á Vísi í janúar 2014.
Jafnvel boðist til að senda einkaþotur til Íslands til að flytja hann til Las Vegas í skemmtiferð.
Einu sinni í mánuði voru haldnir búningadagar hjá fyrirtækinu og reglulega voru haldin karíókí-kvöld. Vorið 2014 voru starfsmenn fyrirtækisins orðnir fjörutíu og fyrirtækið flutti í húsnæði sitt við Laugaveg 77.
Í nóvember 2014 var tilkynnt um að uppfærsla á QuizUp ætti að auka tekjur Plain Vanilla. Leiknum var á vissan hátt breytt í samfélagsmiðil sem átti að keppa við risa á borð við Facebook og Twitter.

Í lok september á síðasta ári var greint frá því að ein stærsta sjónvarpsstöð Bandaríkjanna, NBC, hyggðist framleiða 10 þátta sjónvarpsseríu sem byggir á Quiz Up. Í janúar á þessu ári var tilkynnt um að tölvuleikjaframleiðandinn Glu Mobile Inc, sem sérhæfir sig í að framleiða leiki fyrir snjallsíma og spjaldtölvur, ætlaði að fjárfesta í fyrirtækinu fyrir 7,5 milljónir bandaríkjadala og að fyrirtækin myndu sameinast innan 15 mánaða. Í kjölfarið var ráðist í endurskipulagningu á fyrirtækinu.
Stöðugildum hjá Plain Vanilla var fækkað um fjórtán í janúar síðastliðnum en stöðugildin höfðu verið um áttatíu talsins þegar mest var. Í apríl var síðan 27 manns sagt upp. Á nokkrum mánuðum höfðu því fjörutíu manns misst vinnuna hjá Plain Vanilla.
Í apríl 2016 var greint frá því að fjárfest hefði verið í Plain Vanilla fyrir um fimm milljarða króna frá stofnun þess. Þá stefndi fyrirtækið að því að skila hagnaði í fyrsta sinn í lok þessa árs.
Fyrirtækið sendi svo frá sér tilkynningu á hádegi í dag þess efnis að skrifstofu þess í Reykjavík yrði lokað. Öllum 36 starfsmönnum fyrirtækisins verður sagt upp. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að NBC hætti við framleiðslu á þáttum byggðum á leiknum.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Plain Vanilla muni halda QuizUp gangandi áfram og að leitað verði leiða til að þróun leiksins geti haldið áfram þrátt fyrir að ekki verði af sjónvarpsþættinum og þrátt fyrir lokun skrifstofunnar hér á landi.
Þorsteinn mun sitja fyrir svörum í fréttatíma Stöðvar 2 í beinni útsendingu í kvöld klukkan 19:10.
Hér að neðan má sjá tímalínu þar sem farið er yfir sögu Plain Vanilla.