Viðskipti innlent

Tekur við stöðu fram­kvæmda­stjóra brand­r

Atli Ísleifsson skrifar
Ása Björg Tryggvadóttir.
Ása Björg Tryggvadóttir. Aðsend

Ása Björg Tryggvadóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra brandr. Hún starfaði áður sem markaðsstjóri Bestseller ásamt því að sitja í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Í tilkynningu kemur fram að samhliða störfum sínum hjá Bestseller hafi hún einnig gegnt starfi markaðsstjóraNespresso þegar fyrirtækið hóf starfsemi hér á landi árið 2017.

„Þar áður var Ása markaðsráðgjafi hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu og kom að verkefnum fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki. Ása hóf ferilinn í markaðsdeild Heklu þar sem hún vann fyrir Volkswagen, Audi og Benz . Ása lærði viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík og hefur alla tíð haft mikinn áhuga á markaðsmálum og heilbrigði vörumerkja.“

brandr vinnur með íslenskum fyrirtækjum í markaðsmálum og vörumerkjastjórnun.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.