Handbolti

Jafnt hjá Hollandi og Króatíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ivan Martinović var frábær í liði Króatíu í kvöld.
Ivan Martinović var frábær í liði Króatíu í kvöld. Sanjin Strukic/Getty Images

Holland og Króatía gerðu jafntefli í lokaleik sínum í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. Lokatölur leiksins 28-28.

Hvorugt lið átti möguleika á að komast í undanúrslit og því í raun aðeins verið að spila upp á stoltið. Hollendingar byrjuðu betur og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, staðan þá 15-13.

Líkt og gegn Íslandi komu Króatarnir til baka og voru þeir óheppnir að stela ekki sigrinum, lokatölur 28-28. Bæði lið enda með því þrjú stig í milliriðlinum.

Luc Steins var markahæstur í liði Hollands með sex mörk úr aðeins sex skotum. Hjá Króatíu skoraði Ivan Martinović 12 mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.