„Ég segi bara húrra Ísland“ Eiður Þór Árnason skrifar 24. janúar 2022 13:06 Bubbi telur söluna vera þroskamerki fyrir íslenskan tónlistariðnað. Vísir/vilhelm Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music/InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Alda er rétthafi að stærstum hluta allrar íslenskrar tónlistar sem gefin hefur verið út. Bubbi Morthens er einn af þekktustu tónlistarmönnunum Öldu Music en hann var áður með útgáfusamning við forvera fyrirtækisins á borð við Senu og Skífuna. Hann segir að salan á Öldu séu risastórar fréttir fyrir íslenska tónlistarmenn og mjög jákvæð þróun. „Það eina sem ég held að breytist með þessari sölu er að það er komin bein leið út í hinn stóra heim fyrir íslenskt tónlistarfólk sem hefur áhuga á því að slá í gegn út í heimi. Þetta styttir leiðina þeirra og skilur eftir peninga í landinu ef einhverjir ná í samninga og svo framvegis. Ég held að þetta sé bara mjög gott fyrir íslenskt tónlistarlíf hvernig sem á þetta er litið,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Hann hefur engar áhyggjur af því íslensk tónlistarútgáfa geti týnst inn í alþjóðlegu stórfyrirtæki sem gefi út tónlist margra stærstu tónlistarmanna nútímans. Fjárfesting Universal Music hljóti að þýða að stjórnendur sjái verðmæti í íslenskri tónlist. „Ég er sennilega með stærsta katalóginn innan veggja þessa fyrirtækis og ég hef núll áhyggjur. Ég er alíslenskur og lögin mín geta farið hvert sem þau vilja ef einhver hefur áhuga á því,“ segir Bubbi. Segir vendingarnar þær jákvæðustu síðan Steinar hætti „Ég held að íslenskur tónlistariðnaður geti bara klappað saman höndum. Það er ekkert nema jákvætt við þetta, ég segi bara húrra Ísland og íslenskur tónlistariðnaður að stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á heimsvísu sjái allt í einu að hér á Íslandi séu faldir og óslípaðir gimsteinar og tónlistarfólk á heimsmælikvarða sem þeir hugsa sér eflaust gott til glóðarinnar að slái í gegn.“ Þá segir Bubbi söluna vera það jákvæðasta sem hafi gerst í íslensku tónlistarlífi frá því að „Steinar Berg, Jón Ólafsson og fleiri fóru út af markaði.“ Steinar Berg Ísleifsson og Bubbi hafa lengi eldað grátt silfur en tónlistarmaðurinn hefur sakað útgáfufyrirtækið Steinar hf. um vafasama viðskiptahætti í tengslum við útgáfu á tónlist Ego og Utangarðsmanna á níunda áratugnum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Bubba og Ríkisútvarpið til að greiða Steinari 250 þúsund krónur í miskabætur árið 2018 vegna ákveðinna ummæla hans um útgáfufyrirtækið. Seldi aldrei höfundaréttinn Bubbi keypti útgáfuréttinn á tónlist sinni af útgáfufyrirtæki sínu á árunum fyrir hrun og setti í Hugverkasjóð Bubba Morthens sem var seldur til Sjóvá, fyrir tilstilli Glitnis. Sjóðurinn var metinn á tugi milljóna króna og fékk Bubbi greidda út væna upphæð sem var borguð til baka með framtíðartekjum af tónlistinni. Höfundaréttur var þó áfram í eigu Bubba enda hluti hans óframseljanlegur. Sjóðurinn komst í eigu Straums fjárfestingarbanka og í millitíðinni gáfu fleiri vinsælir íslenskir tónlistarmenn út sambærileg skuldabréf. Síðar fékk Bubbi útgáfuréttinn að verkum sínum til baka og er hann nú hjá Öldu Music. Tónlist Kaup og sala fyrirtækja Menning Tengdar fréttir Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. 24. janúar 2022 10:10 Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira
Bubbi Morthens er einn af þekktustu tónlistarmönnunum Öldu Music en hann var áður með útgáfusamning við forvera fyrirtækisins á borð við Senu og Skífuna. Hann segir að salan á Öldu séu risastórar fréttir fyrir íslenska tónlistarmenn og mjög jákvæð þróun. „Það eina sem ég held að breytist með þessari sölu er að það er komin bein leið út í hinn stóra heim fyrir íslenskt tónlistarfólk sem hefur áhuga á því að slá í gegn út í heimi. Þetta styttir leiðina þeirra og skilur eftir peninga í landinu ef einhverjir ná í samninga og svo framvegis. Ég held að þetta sé bara mjög gott fyrir íslenskt tónlistarlíf hvernig sem á þetta er litið,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Hann hefur engar áhyggjur af því íslensk tónlistarútgáfa geti týnst inn í alþjóðlegu stórfyrirtæki sem gefi út tónlist margra stærstu tónlistarmanna nútímans. Fjárfesting Universal Music hljóti að þýða að stjórnendur sjái verðmæti í íslenskri tónlist. „Ég er sennilega með stærsta katalóginn innan veggja þessa fyrirtækis og ég hef núll áhyggjur. Ég er alíslenskur og lögin mín geta farið hvert sem þau vilja ef einhver hefur áhuga á því,“ segir Bubbi. Segir vendingarnar þær jákvæðustu síðan Steinar hætti „Ég held að íslenskur tónlistariðnaður geti bara klappað saman höndum. Það er ekkert nema jákvætt við þetta, ég segi bara húrra Ísland og íslenskur tónlistariðnaður að stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á heimsvísu sjái allt í einu að hér á Íslandi séu faldir og óslípaðir gimsteinar og tónlistarfólk á heimsmælikvarða sem þeir hugsa sér eflaust gott til glóðarinnar að slái í gegn.“ Þá segir Bubbi söluna vera það jákvæðasta sem hafi gerst í íslensku tónlistarlífi frá því að „Steinar Berg, Jón Ólafsson og fleiri fóru út af markaði.“ Steinar Berg Ísleifsson og Bubbi hafa lengi eldað grátt silfur en tónlistarmaðurinn hefur sakað útgáfufyrirtækið Steinar hf. um vafasama viðskiptahætti í tengslum við útgáfu á tónlist Ego og Utangarðsmanna á níunda áratugnum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Bubba og Ríkisútvarpið til að greiða Steinari 250 þúsund krónur í miskabætur árið 2018 vegna ákveðinna ummæla hans um útgáfufyrirtækið. Seldi aldrei höfundaréttinn Bubbi keypti útgáfuréttinn á tónlist sinni af útgáfufyrirtæki sínu á árunum fyrir hrun og setti í Hugverkasjóð Bubba Morthens sem var seldur til Sjóvá, fyrir tilstilli Glitnis. Sjóðurinn var metinn á tugi milljóna króna og fékk Bubbi greidda út væna upphæð sem var borguð til baka með framtíðartekjum af tónlistinni. Höfundaréttur var þó áfram í eigu Bubba enda hluti hans óframseljanlegur. Sjóðurinn komst í eigu Straums fjárfestingarbanka og í millitíðinni gáfu fleiri vinsælir íslenskir tónlistarmenn út sambærileg skuldabréf. Síðar fékk Bubbi útgáfuréttinn að verkum sínum til baka og er hann nú hjá Öldu Music.
Tónlist Kaup og sala fyrirtækja Menning Tengdar fréttir Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. 24. janúar 2022 10:10 Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira
Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. 24. janúar 2022 10:10