Handbolti

Guðmundur gerir eina breytingu

Sindri Sverrisson skrifar
Teitur Örn Einarsson hefur stimplað sig inn hjá stórliði Flensburg í Þýskalandi í vetur.
Teitur Örn Einarsson hefur stimplað sig inn hjá stórliði Flensburg í Þýskalandi í vetur. vísir/vilhelm

Teitur Örn Einarsson verður í íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á EM í handbolta klukkan 17, í leik sem nánast er upp á líf og dauða.

Teitur, sem hefur stimplað sig vel inn hjá Flensburg í Þýskalandi í vetur, kemur inn í hópinn í stað annarar örvhentrar skyttu, Kristjáns Arnar Kristjánssonar. Annars er 16 manna hópur Íslands sá sami og í sigrunum gegn Portúgal og Hollandi.

Ísland þarf á jafntefli eða sigri að halda til að tryggja sér sæti í milliriðlakeppninni. Ef Ísland tapar með tveggja marka mun eða meira þarf liðið að treysta á aðstoð Portúgals sem mætir Hollandi klukkan 19:30.

Leikmannahópurinn í dag er eftirfarandi:

  • Markverðir:
  • Björgvin Páll Gústavsson, Valur (238/16)
  • Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (27/1)
  • Aðrir leikmenn:
  • Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (65/76)
  • Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (154/603)
  • Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (84/235)
  • Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (15/16)
  • Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (48/123)
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (34/59)
  • Janus Daði Smárason, Frisch Auf Göppingen (51/69)
  • Orri Freyr Þorkelsson, Elverum (3/1)
  • Ólafur Andrés Guðmundsson, Montpellier Handball (135/268)
  • Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (58/157)
  • Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Tauron Kielce (41/99)
  • Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (21/22)
  • Viggó Kristjánsson, TVB 1898 Stuttgart (23/59)
  • Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (54/26)

  • Utan hóps í dag eru eftirtaldir leikmenn:

  • Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (41/1)
  • Daníel Þór Ingason, Bailingen-Weilstetten (34/9)
  • Elvar Ásgeirsson, Nancy (0/0)
  • Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix Universite Club (14/18)

Tengdar fréttir

Utan vallar: Standast strákarnir okkar stóra prófið?

Þrátt fyrir gott gengi á EM getur enn allt gerst í dag. Strákarnir okkar geta farið á flugi inn í milliriðil með stig í töskunni eða flogið heim til sín. Það er stutt á milli í þessu.

Ómar Ingi: Held við séum tilbúnir

Ómar Ingi Magnússon verður væntanlega í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu í kvöld gegn Ungverjum og hann ætlar sér stóra hluti.

Guðmundur: Ég hræðist ekki neitt

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur slæma reynslu af leikjum gegn Ungverjum í gegnum tíðina en vonast eðlilega eftir því að breyting verði á að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×