Bólusetning myndi gera Irving klieft að spila alla leiki liðsins, en eins og staðan er núna má hann ekki spila heimaleiki þar sem að lög og reglur New York ríkis kveða á um að óbólusettir einstaklingar megi ekki taka þátt í stórum viðburðum.
Irving lék með Brooklyn í útisigri gegn Indiana Pacers í vikunni, en gat ekki tekið þátt í tapi liðsins á heimavelli gegn Milwaukee Bucks í nótt.
Nets' Kevin Durant says he won't try to force teammate Kyrie Irving to get COVID-19 vaccinehttps://t.co/3we59bnvFJ
— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) January 8, 2022
„Ég hef sagt honum hversu mikilvægur hann er og hversu mikið ég vill að hann spili hvern einasta leik,“ sagði Durant eftir tapið í nótt.
„En ég er ekki að fara að þvinga einhvern út í að láta bólusetja sig, það er ekki ég. Bara til að hann geti spilað körfubolta? Nei, ég er ekki að fara að gera það.“
„Við höfum átt samtöl um að við viljum að hann sé hluti af liðinu og einnig rætt um að hafa hann hér að fullu, en það er undir honum komið. Hann gerir það sem hann vill gera.“
„Það er undir okkur komið að vera atvinnumenn sama hvað og vinna vinnuna okkar. Allir sem einn, og þegar hann er tilbúinn, þá verður hann alveg tilbúinn.“