Neytendur

Íslendingar óðir í búbblurnar árið 2021

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sala á freyðivíni og kampavíni jókst á síðasta ári.
Sala á freyðivíni og kampavíni jókst á síðasta ári. Vísir/Vilhelm

Sala á freyðivíni og kampavíni jókst um 17 prósent á milli ára á meðan sala dróst saman í flest öllum öðrum söluflokkum í Vínbúðinni. Mestur var samdrátturinn í sölu á rauðvíni, eða um 5,9 prósent.

Þetta kemur fram í svari frá ÁTVR við fyrirspurn fréttastofu. Alls seldust 26.386 lítrar af áfengi í Vínbúðunum árið 2021, borið saman við 26.810 lítra árið 2020. Tveir söluflokkar skera sig úr varðandi aukningu á milli ára; sala á freyðivíni og kampavíni og á blönduðum drykkjum, þar sem salan jókst um 22 prósent á milli ára.

Sala á rauðvíni dróst hins vegar um 5,9 prósent og á hvítvíni um 2,5 prósent. Sala á öli dróst saman um 2,5 prósent og á öðrum bjórtegundum um 3,2 prósent.

Þá komu flestir viðskiptavinir í Vínbúðina miðvikudaginn fyrir páska, 31. mars, þegar þeir voru 44 þúsund talsins. Næstflestir komu 30. desember, eða um 42 þúsund manns.

Samdráttur var í öllum flokkum tóbaks, langmest í neftóbaki og er núna 35 prósent minni en árið 2020.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.