Viðskipti innlent

Maskína og MMR verða að Maskínu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur og Þóra ætla að sameina krafta sína við rannsóknir og kannanir undir hatti Maskínu.
Ólafur og Þóra ætla að sameina krafta sína við rannsóknir og kannanir undir hatti Maskínu.

Maskína og MMR sameinast þann 1. janúar 2022 undir hatti Maskínu. Með sameiningunni verður til eitt öflugasta rannsóknarfyrirtæki landsins sem mun kappkosta að mæta gæðakröfum íslenskra fyrirtækja og stofnana, eins og segir í tilkynningu.

„Markmiðið með sameiningunni er sem fyrr að leggja áherslu á gæðakannanir, stuttar boðleiðir og afbragðsþjónustu,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Maskínu.

„Grunngildi fyrirtækjanna voru þau sömu, fyrst og fremst vönduð vinnubrögð, þó að áherslur í rannsóknum væru nokkuð ólíkar. Þekking sameinaðs fyrirtækis verður meiri og breiðari og við hlökkum til að takast á við nýjar áskoranir og nýsköpun í síbreytilegu umhverfi viðskiptalífsins,“ segir Þóra.

Í stjórnendahópi Maskínu er áratugareynsla. Þóra stofnaði Maskínu ásamt dr. Þorláki Karlssyni rannsóknarstjóra árið 2010. Þau hafa bæði starfað við kannanir í áratugi.

Ólafur Þór Gylfason, sem stofnaði MMR fyrir 15 árum síðan, verður sviðsstjóri markaðsrannsókna, en hann hafði áður unnið sem stjórnandi rannsókna fyrir mörg af helstu markaðsfyrirtækjum heims.

Ólafur segir að nýsköpun í rannsóknum hafi aldrei verið mikilvægari og að sameiningin geri félagið enn frekar í stakk búið til að taka forystu á því sviði.

Auk þeirra starfar öflugur hópur starfsfólks með fjölbreytta reynslu og þekkingu.

„Þessi þekking og reynsla mun nýtast vel og við hlökkum til að hefja nýtt ár með þennan öfluga hóp rannsóknarfólks,“ segja þau Ólafur og Þóra að lokum.

Maskína mun bjóða upp á markaðs- og viðhorfskannanir, þjónustu- og starfsmannakannanir auk fjölbreyttra aðferða við eigindlegar rannsóknir.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.