Sports Direct opnar 1.750 fermetra verslun á Akureyri Eiður Þór Árnason skrifar 27. desember 2021 14:12 Biðröð myndaðist fyrir utan verslun Sports Direct í Lindum í Kópavogi sumarið 2020 þegar samkomubann stóð sem hæst. Vísir/Vilhelm Til stendur að opna 1.750 fermetra íþróttaverslun Sports Direct á Norðurtorgi á Akureyri næsta vor. Gengið var frá samningum við bresku íþróttavörukeðjuna á Þorláksmessu. Pétur Bjarnason, annar eigandi fasteignafélagsins Klettáss sem á Norðurtorg, segir spennandi tíma fram undan á Akureyri. Þar með hefur tekist að leigja út allt rými í nýja 11 þúsund fermetra verslunarkjarnanum sem fyrir breytingar gekk undir nafninu Sjafnarhúsið. „Þetta er búið að vera í pípunum í nokkra mánuði og við gengum frá þessu 23. desember. Þegar við erum að tala um Covid og menn í útlöndum sem eru að skrifa undir þá er þetta alltaf erfiðara,“ segir Pétur í samtali við Vísi. „Þetta er mjög spennandi, ekki bara fyrir okkur heldur bara allt samfélagið á Norðurlandi. Þetta verður stærsta íþróttavöruverslun á svæðinu.“ Ari Pétursson, verkefnastjóri hjá Klettás, Auðunn Guðmundsson og Pétur Bjarnason, eigendur Klettáss.Klettás Rúmfatalagerinn og Ilva hafa verið með verslanir á Norðurtorgi frá því að kjarninn var opnaður í sumar og Bónus opnar þar verslun á næsta ári. Klettás hyggst á næstunni leggja fram breytingu á deiliskipulagi og vonast til að geta byggt allt að 20 þúsund fermetra til viðbótar á svæðinu en fasteignafélagið á einnig nærliggjandi lóð við Sjafnargötu 1. Áætlar félagið að byggja blöndu af verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði. „Við erum einnig búin að falast eftir því að fá heilsugæslu á svæðið og sendum inn mjög metnaðarfullar tillögur um nýbyggingu sem er alveg sniðin að þörfum heilsugæslunnar. Kröfurnar frá þeim voru miklar, við fórum í mikla vinnu við að undirbúa þetta og teljum okkur vera með flottar tillögur.“ Bíða forsvarsmenn Klettáss enn eftir svörum frá bæjaryfirvöldum varðandi þau áform. Verslun Akureyri Tengdar fréttir Bónus opnar þriðju verslunina á Akureyri næsta vor Bónus hyggst opna þriðju matvöruverslunina á Akureyri næsta vor. Verslunin mun opna í verslunarkjarnanum að Norðurtorgi. 6. september 2021 15:07 Skoða að færa KFC nær Akureyri Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár. 5. júní 2021 20:00 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Pétur Bjarnason, annar eigandi fasteignafélagsins Klettáss sem á Norðurtorg, segir spennandi tíma fram undan á Akureyri. Þar með hefur tekist að leigja út allt rými í nýja 11 þúsund fermetra verslunarkjarnanum sem fyrir breytingar gekk undir nafninu Sjafnarhúsið. „Þetta er búið að vera í pípunum í nokkra mánuði og við gengum frá þessu 23. desember. Þegar við erum að tala um Covid og menn í útlöndum sem eru að skrifa undir þá er þetta alltaf erfiðara,“ segir Pétur í samtali við Vísi. „Þetta er mjög spennandi, ekki bara fyrir okkur heldur bara allt samfélagið á Norðurlandi. Þetta verður stærsta íþróttavöruverslun á svæðinu.“ Ari Pétursson, verkefnastjóri hjá Klettás, Auðunn Guðmundsson og Pétur Bjarnason, eigendur Klettáss.Klettás Rúmfatalagerinn og Ilva hafa verið með verslanir á Norðurtorgi frá því að kjarninn var opnaður í sumar og Bónus opnar þar verslun á næsta ári. Klettás hyggst á næstunni leggja fram breytingu á deiliskipulagi og vonast til að geta byggt allt að 20 þúsund fermetra til viðbótar á svæðinu en fasteignafélagið á einnig nærliggjandi lóð við Sjafnargötu 1. Áætlar félagið að byggja blöndu af verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði. „Við erum einnig búin að falast eftir því að fá heilsugæslu á svæðið og sendum inn mjög metnaðarfullar tillögur um nýbyggingu sem er alveg sniðin að þörfum heilsugæslunnar. Kröfurnar frá þeim voru miklar, við fórum í mikla vinnu við að undirbúa þetta og teljum okkur vera með flottar tillögur.“ Bíða forsvarsmenn Klettáss enn eftir svörum frá bæjaryfirvöldum varðandi þau áform.
Verslun Akureyri Tengdar fréttir Bónus opnar þriðju verslunina á Akureyri næsta vor Bónus hyggst opna þriðju matvöruverslunina á Akureyri næsta vor. Verslunin mun opna í verslunarkjarnanum að Norðurtorgi. 6. september 2021 15:07 Skoða að færa KFC nær Akureyri Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár. 5. júní 2021 20:00 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Bónus opnar þriðju verslunina á Akureyri næsta vor Bónus hyggst opna þriðju matvöruverslunina á Akureyri næsta vor. Verslunin mun opna í verslunarkjarnanum að Norðurtorgi. 6. september 2021 15:07
Skoða að færa KFC nær Akureyri Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár. 5. júní 2021 20:00