Leikjavísir

Yfirtaka: Katxin spilar Counter-Strike

Samúel Karl Ólason skrifar
Katxz

Katrín Ýr, eða Katxin, tekur yfir streymi GameTíví í kvöld. Þar mun hún taka sig til og spila hinn sívinsæla leik Counter-Strike.

Katrín er ung kona sem er í skóla, en notar frítímann í að spila tölvuleiki.

Hún byrjaði að streyma tölvuleikjaspilun sinni fyrir um hálfu ári síðan. Hún hefur mesta ástríðu fyrir Counter-Strike: Global Offensive eða CSGO.

Streymið hefst klukkan níu í kvöld. Fylgjast má með því á Twitchrás GameTíví og í spilararnum hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.